Upplýsingafundur fyrir foreldra og forráðamenn unglinga í Hyldýpi

Fréttir

Upplýsingafundur um starfsumhverfi Hyldýpis og starfsemina í vetur verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 20.00 í matsal Hrafnagilsskóla. Þar munu ábyrgðarmenn félagsmiðstöðvarinnar fara yfir það starfsumhverfi sem félagsmiðstöðvar starfa í og segja frá fyrirhugaðri starfsemi í vetur. Fyrirhugað var að framkvæmdastjóri Samfés yrði á fundinum en óvæntir atburðir urðu til þess að hún getur ekki komið að þessu sinni.
Allir foreldrar og forráðamenn sem áhuga hafa á að kynna sér þessi mál eru hvattir til að mæta.