Opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra frá 11. september til kl. 12:00 þann 16. október.

Fréttir

Veittir eru styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra í eftirfarandi þremur flokkum:

  • Verkefnastyrkir á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar
  • Verkefnastyrkir á sviði menningar
  • Stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar

Rafræn vinnustofa fyrir umsækjendur fer fram 18. september kl. 16:15
Skráning á vinnustofuna fer fram hér.

Nánari upplýsingar um Uppbyggingarsjóð má nálgast hér.

Yfirlit yfir þau verkefni sem fengu styrk á árinu 2024 má finna á slóðinni https://www.ssne.is/static/files/Soknaraaetlun/Uppbyggingarsjodur/2024-styrkuthlutun-uppbyggingarsjods-2-.pdf

Hér að neðan má sjá nokkur dæmi um verkefni sem fengu styrk á árinu 2024:

Atvinnuþróun og nýsköpun:

UMSÆKJANDI: BETRI FAGMENN EHF.
VERKEFNI - BETRI VERKFÆRI
UPPHÆÐ STYRKS 1.500.000 KR.
Verkefnið Betri verkfæri er hugarfóstur málarameistara sem vill nýta reynslu sína og áhuga á að bæta og auðvelda vinnu málara.

UMSÆKJANDI: FRIÐRIK SNÆR TÓMASSON
VERKEFNI - ASKA STUDIOS
UPPHÆÐ STYRKS 2.000.000 KR.
Aska Studios er íslenskt tækniþróunarfyrirtæki, stofnað til að framleiða tölvuleiki. Félagið er í þróunarfasa á frumgerð síns fyrsta hugverks. Hugverkið er sögudrifin tölvuleikjasería sem gerist í scifi ævintýraheimi.

UMSÆKJANDI: HEIÐDÍS BJÖRK GUNNARSDÓTTIR
VERKEFNI - DÝR & DEKUR FÆRANLEG DÝRASNYRTING
UPPHÆÐ STYRKS 700.000 KR.
Dýraeign hefur aukist á landsvísu síðustu ár og þörfin fyrir dýrasnyrti til samræmis við það, sérstaklega þar sem tegundum hunda sem verður að klippa hefur fjölgað mikið. DÝR & DEKUR, sem rekið er af Heiðdísi Björk faglærðum hundasnyrti, mun því útbúa færanlega aðstöðu til dýrasnyrtinga til að þjónusta þau svæði sem hafa ekki aðgengi að dýrasnyrti.

UMSÆKJANDI: REIMAR SIGURJÓNSSON
VERKEFNI - FUGLASKOÐUNARSKÝLI VIÐ FINNAFJARÐARÁ
UPPHÆÐ STYRKS 600.000 KR.
Verkefnið snýr að því að setja upp fuglaskoðunarhús við ós Finnafjarðarár, en þar eru m.a. straumendur vor og haust. Skýlið yrði hluti af Fuglastíg Norðausturlands og hafa forsvarsmenn þess verkefnis líst yfir miklum áhuga.

Menning:

UMSÆKJANDI: HEIMSKAUTSGERÐI Á RAUFARHÖFN
VERKEFNI - „HÁVAÐI VIÐ HEIMSKAUTSGERÐIÐ" - VINNUHEITI HEIMILDARMYNDAR
UPPHÆÐ STYRKS 1.139.750 KR.
„Hávaði við Heimskautsgerðið" er tónlistarmynd um hljómsveitina Skálmöld og glæsilega tónleika þeirra við Heimskautsgerðið á Melrakkasléttu. Sveitin hefur fyrir löngu getið sér gott orð á heimsvísu fyrir kraftmikið víkingarokk - og snýr á heimaslóðir til þess að halda risatónleika á Melrakkasléttu, við Heimskautsgerðið rétt utan við Raufarhöfn. Það er norðlenska framleiðslufyrirtækið Castor Miðlun sem framleiðir myndina - sem unnin er fyrir alþjóðlegan markað.

UMSÆKJANDI: BRYNDÍS FJÓLA PÉTURSDÓTTIR
VERKEFNI - HULDUFÓLK OG ÁLFAR Í HEIMABYGGÐ
UPPHÆÐ STYRKS 1.000.000 KR.
Huldufólk og álfar í heimabyggð er ráðstefna í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri 20. apríl 2024. Á ráðstefnunni verður sjónum beint að huliðsheimum á heildrænan hátt, út frá menningararfi, þjóðtrú og ferðaþjónustu á Íslandi en sérstaklega í Eyjafirði þar sem verðmætum heimildum hefur verið safnað og haldið til haga.

UMSÆKJANDI: AÐALSTEINN ÞÓRSSON
VERKEFNI - SUMARLISTAMENN EINKASAFNSINS 2024 - SÝNINGARRÖÐ
UPPHÆÐ STYRKS 450.300 KR.
Sumarið 2024 munu tveir ungir myndlistamenn með sérstaka tengingu við umhverfi og náttúru dvelja, vinna og sýna afrakstur vinnu sinnar í Einkasafninu í Eyjafjarðarsveit. Við köllum þá Sumarlistamenn Einkasafnsins. Hverjum þeirra býðst 10 daga dvöl við einfaldar aðstæður í 15m2 rými í skógi vöxnu gildragi, til að vinna verk fyrir 10 daga sýningu, í og við safnið. Síðastliðin þrjú sumur hafa sjö landsþekktir myndlistamenn tekið áskorununni og l okið verkefninu með glæsibrag. Nú á að gera enn betur.

UMSÆKJANDI: JONNA JÓNBORG SIGURÐARDÓTTIR
VERKEFNI - SVÖNG RUSLATRÖLL
UPPHÆÐ STYRKS 523.000 KR.
Svöngu Ruslatröllin eru skemmtilegar verur sem elska að borða rusl. Skúlptúrarnir eru úr prjónaefnum sem prýða upphengdar ruslatunnur og eru hvatning til að halda umhverfinu hreinu. Ruslatröllin eru kjörin í hreyfiratleiki og ná frá Glerárgötu og upp gilið að Andarpollinum. Á merkingu við hverja veru er QR kóði sem vísar veginn. Svöngu ruslaverurnar sem hafa verið á ruslatunnum í bænum síðastliðin þrjú ár hafa verið eitt helsta myndefni ferðamanna, en þær eru forverar Ruslatröllanna

Stofn og rekstrarstyrkir:

UMSÆKJANDI: FRÆÐAFÉLAG UM FORYSTUFÉ
VERKEFNI - FRÆÐASETUR UM FORYSTUFÉ
UPPHÆÐ STYRKS 1.000.000 KR.
Fræðasetur um forystufé er málsvari forystufjár, þar er safnað saman þeim upplýsingum sem til eru um forystufé, að tilstuðlan þess er unnið að rannsóknum á forystufé og kynningar á því. Forystufé er einstakur stofn á heimsvísu, hvergi til annars staðar en hér á landi. Hreinræktaðir einstaklingar eru um 1.200 og er stofninn undir þeim mörkum sem kallast í útrýmingarhættu. Forystufé er ein af arfleifð þjóðarinnar og ber okkur að vernda hann

UMSÆKJANDI: VERKSMIÐJAN Á HJALTEYRI
VERKEFNI - VERKSMIÐJAN Á HJALTEYRI - DAGSKRÁ 2024
UPPHÆÐ STYRKS 2.000.000 KR.
Verksmiðjan stendur fyrir lifandi listastarfsemi með þá sérstöðu að vera hvort tveggja í senn verkefnarými þar sem að listin verður til, og um leið áhugaverður sýningarstaður. Hún gerir listafólki kleift að bæði framleiða og sýna verk í skapandi rými um leið og hún færir aftur líf í einstaka byggingu. Listin er flutt úr stað af hinum hefðbundna sýningarstað, út í náttúruna og inn í óvenjulegt hús. Það má segja að þarna renni saman: listin, öðruvísi arkitektúr, saga, samfélag og fallegt umhverfi.