Opnað fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Fréttir

Góðan dag Eyjafjarðarsveit

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2025. Sjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Umsóknarfrestur er til kl. 13 þriðjudaginn 15. október 2024. Umsóknir sem berast eftir þann tíma koma ekki til álita.

Í úthlutuninni er lögð áhersla á minna sótt svæði og lengingu ferðatímabils. Gæðamat sjóðsins mun taka mið af þessari áherslu og eru umsækjendur hvattir til að kynna sér nýtt gæðamatsblað sjóðsins.

Sjóðnum er heimilt að fjármagna framkvæmdir er snúa að:

  • Öryggi ferðamanna.
  • Náttúruvernd, viðhaldi og uppbyggingu ferðamannastaða og ferðamannaleiða.
  • Fjármögnun undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna áðurgreindra framkvæmda. Fyrirhuguðu verkefni skal í umsókn lýst svo skilmerkilega að mögulegt sé að meta styrkhæfi þess.

Sjóðnum er ekki heimilt m.a.:

  • Að bera rekstrarkostnað af mannvirkjum og vegna náttúruverndarsvæða eða annarra ferðamannastaða.
  • Að fjármagna framkvæmdir sem eru á landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
  • Veita fjármagni til verkefna sem þegar er lokið.

Gæði umsókna

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel þau lög og reglur sem um sjóðinn gilda og vanda umsóknir sínar í hvívetna. Umsækjendum er bent á að kynna sér gæðaviðmið sjóðsins sbr. gæðamatsblað ásamt frekari upplýsingum um sjóðinn, skilyrði lánveitenda og umsóknarferlið, sem finna má á umsóknarsíðu. - https://www.ferdamalastofa.is/umsoknir

Hvar ber að sækja um?

Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum island.is en hlekkur á umsókn er á umsóknarsíðu.
https://www.ferdamalastofa.is/umsoknir

Umsóknarfrestur

Umsóknartímabil er frá og með 12. september 2024 til kl. 13 þriðjudaginn 15. október. Umsóknir sem berast eftir þann tíma koma ekki til álita.

Nánari upplýsingar:

Nánari upplýsingar á umsóknarsíðu

Auglýsing sem PDF

Fyrri úthlutanir


Dæmi um verkefni sem fengu styrk úr framkvæmdasjóð ferðamannastaða á árinu 2024 eru:

Siglufjörður:
Fuglaskoðunarskýli við Leirutanga á Siglufirði 11,2 milljónir króna.
Verkefnið felst í viðhaldi, stígagerð og bættri upplýsingamiðlun með skiltum til að koma í veg fyrir frekari niðurtroðning á svæðinu.

Hrísey:
Tilfærsla á gönguleið og uppbygging áningastaða og upplýsingaskilta 11 milljónir króna.
Markmið verkefnisins er að gera umbætur á gönguleið á vesturströnd Hríseyjar og auka öryggi gangandi ferðafólks. Það felur m.a. í sér færslu á gönguleið, gerð áningarstaða og merkingar

Hörgársveit:
Viðhald og varðveisla torfbæjarins að Baugaseli í Barkárdal 4 milljónir króna.
Markmið verkefnisins er viðhald og varðveisla torfbæjarins að Baugaseli í Barkárdal, m.a. með viðgerðum á torfhleðslum og endurbótum á ytra umhverfi torfbæjarins.

Húsavík:
Styrkur til að búa Gönguleið að Gatanöf og Bakkahöfða 7 milljónir króna.
Gönguleið frá bílastæði að Gatanöf verður breikkuð og borið í hana trjákurl. Á leiðinni þarf að brúa einn læk með 3x1,6 m göngubrú úr gagnvörðu timbri.

Gatanöf við Bakkahöfða norðan við Húsavík nýtur sívaxandi vinsælda meðal ferðamanna. Aðstæður þar í dag bjóða ekki upp á mikla umferð ásamt því að hentistígar hafa myndast sem geta skapað hættu. Styrkur er veittur til uppbyggingar bílastæðis og gönguleiðar til að auka öryggi og vernda náttúru.

Hér má síðan nálgast kort með yfirliti yfir fleiri verkefni sem hafa fengið styrk á árinu.
https://geo.alta.is/fms/frla/?z=8.70&lat=65.92002277&lng=-18.77357270