Fréttayfirlit

Fermingarmessur í Grundarkirkju og Munkaþverárkirkju á Hvítasunnudag

Fermd verða alls fimmtán ungmenni í tveim kirkjum í sveitinni á Hvítasunnudag 5. júní. Prestur er Jóhanna Gísaldóttir, organisti Þorvaldur Örn Davíðsson og Kór Laugalandsprestakalls syngur í báðum athöfnum. Meðhjálpari í Grundarkirkju er Hjörtur Haraldsson. Fermd verða í Grundarkirkju kl. 11:00 Eva Ævarsdóttir, Fellshlíð Friðrik Bjarnar Dýrason, Brekkutröð 8 Heiðrún Jónsdóttir, Hrafnagili Helga Dís Snæbjörnsdóttir, Meltröð 2 Hlynur Snær Elmarsson, Bakkatröð 6 Ívar Rúnarsson, Espiholti Karólína Sæunn Guðmundsdóttir, Kotru 14 Marianna Nolsöe Baldursdóttir, Sunnutröð 9 Ósk Laufey Jónbjörnsdóttir, Brekkutröð 5 Ronja Sif Björk, Hjálmsstöðum Sara Dögg Sindradóttir, Punkti Þjóðann Baltasar Guðmundsson, Rökkurhöfða Þórdís Anja Kimsdóttir, Bakkatröð 20 Fermdar verða í Munkaþverárkirkju kl. 13:30 Edda Ósk Þorbjörnsdóttir, Freyvangi Elfa Rún Karlsdóttir, Borg
30.05.2022
Fréttir

Sundlaug - Sumaropnun hefst 1. júní

Sumaropnun í sundlauginni hefst miðvikudaginn 1. júní og er eftirfarandi: Mánudaga - föstudaga kl. 6:30-22:00 Laugardaga og sunnudaga kl. 10:00-20:00 Hlökkum til að sjá ykkur í sundi í sumar. Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar.
30.05.2022
Fréttir

Fundarboð 588. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 588 FUNDARBOÐ 588. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, sem jafnframt er 1. fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar á nýju kjörtímabili, verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 1. júní 2022 og hefst kl. 20:30. Dagskrá Almenn erindi Úrslit kosninga til sveitarstjórnar 2022 - 2205020 Kjör oddvita og varaoddvita - 2205013 Ráðning ritara sveitarstjórnar - 2205014 Ráðning sveitarstjóra - 2205017 Nefndir og ráð sveitarfélagsins - 2204011 Skipan í nefndir og ráð 2022 til 2026 - 2205018 Hrafnagilsskóli - Beiðni um trjáreit vegna umsóknar í Yrkjusjóð - 2205008 Ákvörðun um fundartíma sveitarstjórnar - 2205016 27.05.2022 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.
30.05.2022
Fréttir

Deildarstjórar - Framtíðarstarf

LEIKSKÓLINN KRUMMAKOT Í HRAFNAGILSHVERFI VILL RÁÐA DEILDARSTJÓRA Í FRAMTÍÐARSTARF Um er að ræða tvær 100% stöður deildarstjóra í yngstu deildir leikskólans þar sem að jafnaði eru um 10-12 börn. Í leikskólanum er 100% stöðugildi skipulagt sem 37 klukkustundir á viku. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 65 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð (story line) og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Unnið er að byggingu nýs húsnæðis fyrir leikskólann sem stefnt er á að opna árið 2024 og gefst því færi á að taka þátt í spennandi tímum og mótun starfsins í nýju húsnæði.
25.05.2022
Fréttir

Kattahald

Nú er varptíminn í algleymingi og vert að minna á 9. og 15. gr. samþykktar um hunda og kattahald, en þar segir: „Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að takmarka útiveru þeirra og eftir atvikum hengja á þá bjöllu.” Í samþykktinni kemur einnig m.a. fram að eigendur eða umráðamenn katta skulu gæta þess að dýrin valdi ekki hættu, óþægindum, óþrifnaði, óöryggi eða verði mönnum til óþæginda á annan hátt. Ef dýrin valda nágrönnum eða öðrum ónæði, óþrifum eða tjóni þá er eiganda eða umráðamanni skylt að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkt. Sé ónæði af völdum katta má hafa samband í vaktsíma 463-0615. Sveitarstjóri.
25.05.2022
Fréttir

Járna- og timburgámar

Til að hvetja til góðrar umhirðu og umgengni um náttúru okkar hefur járna- og timburgámum verið komið fyrir hjá Vatnsenda og í Djúpadal við gatnamót Dalsvegar og Finnastaðavegar,. Hvetjum við íbúa til að nýta sér þessa þjónustu og brýnum jafnframt fyrir notendum þeirra að flokka rétt í þá. Ef við flokkum rétt þá fara gámar á Akureyri þar sem efnið fer í rétt ferli og endurvinnslu eftir því sem við á. Ef við flokkum ekki rétt og mismunandi flokkar blandast í gámum þá eru gámarnir fluttir um þrjú hundruð kílómetra leið og efnið fer í urðun með tilheyrandi umhverfisspori og miklum kostnaði. Á þetta einnig við um þegar hent er í gámana á gámasvæðinu. Gott er að hafa þetta í huga núna við endurnýjun girðinga en þar þarf að aðskilja timbur frá girðingu áður en efnið fer hvort í sinn gám. Fegrum umhverfið og flokkum rétt. Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri.
25.05.2022
Fréttir

Ókeypis prufutími í söng!!

Nú er að um að gera að láta drauminn rætast ..... Tónlistarskóli Eyjafjarðar býður 16 ára og eldri upp á ókeypis prufutíma í söng núna fyrir 1. júní hjá Heimi Ingimarssyni. Áhugasamir sendi póst á te@krummi.is eða hringi í síma 898-0525 (Guðlaugur).
20.05.2022
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Sumarið er alveg á næsta leiti og því fylgir að bókasafnið fer í sumarfrí. Síðasti útlánadagur safnsins verður þriðjudaginn 31. maí. Þá er opið frá kl. 14:00-17:00. Þangað til er opið eins og venjulega: Þriðjudaga kl. 14:00-17:00. Miðvikudag kl. 14:00-17:00. Fimmtudaga kl. 14:00-18:00. Föstudaga kl. 14:00-16:00. Gleðilegt sumar.
19.05.2022
Fréttir

Sparkbílar og búdót óskast í Leikskólann Krummakot

Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir sparkbílum sem og búdóti eða gömlum pottum, pönnum, sleifum, kötlum og allskonar eldhúsdóti sem hægt er að nýta í útiveru. Tökum við slíku fegins hendi núna þegar að sumrar.
19.05.2022
Fréttir

Íþróttamiðstöðin lokuð mánudag, þriðjudag og miðvikudag

Vegna viðhalds og námskeiða starfsfólks verður Íþróttamiðstöðin (sundlaug og íþróttahús) lokuð 23.-25. maí (mánudag-miðvikudags). Opnum svo aftur kl. 10:00 á uppstigningardag, fimmtudaginn 26. maí. Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar.
17.05.2022
Fréttir