Fréttayfirlit

Norðanátt - Fjárfestahátíð á Siglufirði 2023

Fjárfestahátíð Norðanáttar er vettvangur fyrir frumkvöðla sem hugsa stórt og vilja kynna sínar hugmyndir fyrir fjárfestum og þar með auka fjárfestingatækifæri á landsbyggðinni. Á fjárfestahátíðinni kynna frumkvöðlar verkefni sín sem snerta orkuskipti, hringrásarhagkerfið eða fullnýtingu auðlinda í takt við áherslur Norðanáttar; matur, orka, vatn. Umsóknarfrestur fyrir frumkvöðla sem vilja kynna verkefni sín á Fjárfestahátíð Norðanáttar hefur verið framlengdur og er til 15. janúar 2023.
15.12.2022
Fréttir

Helgihald í Eyjafjarðarsveit yfir hátíðarnar

Aðfangadagur Aftansöngur í Grundarkirkju kl. 22. Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Prestur Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Hjörtur Haraldsson. Jóladagur Hátíðarmessa í Kaupangskirkju kl. 13.30. Söngfélagar við Kaupangskirkju syngja undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. Prestur Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Hansína María Haraldsdóttir. Annar dagur jóla Fjölskylduhelgistund í Munkaþverárkirkju kl. 13.00. Félagar úr Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngja undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Nemendur úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar spila jólalög. Prestur Jóhanna Gísladóttir. Gamlársdagur Hátíðarguðsþjónusta í Hólakirkju kl. 11.00. Félagar úr Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngja undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. Prestur er Magnús G. Gunnarsson og meðhjálpari Sveinn Rúnar Sigmundsson.
13.12.2022
Fréttir

Íþróttamiðstöð - Jólaopnun

22.12. Kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00 23.12. Kl. 6:30-14:00 24.12. Kl. 9:00-11:00 25.12. LOKAÐ 26.12. LOKAÐ 27.12. Kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00 28.12. Kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00 29.12. Kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00 30.12. Kl. 6:30-8:00 og 14:00-19:00 31.12. LOKAÐ 1.1. LOKAÐ 2.1. Kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00 Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Hlökkum til að sjá ykkur í sundi. Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar.
09.12.2022
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Síðasti opnunardagur fyrir jól er miðvikudagurinn 21. desember. Þá er opið frá kl. 14.00-17.00. Opið verður miðvikudaginn 28. desember milli kl. 14.00 og 17.00. Safnið opnar svo aftur eftir hátíðarnar þriðjudaginn 3. janúar og þá er opið milli kl. 14.00 og 17.00. Venjulegir opnunartímar safnsins eru: Þriðjudagar frá kl. 14.00-17.00. Miðvikudagar frá kl. 14.00-17.00. Fimmtudagar frá kl. 14.00-18.00. Föstudagar frá kl. 14.00-16.00. Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna. Sjáumst á safninu, jólakveðja, Bókavörður Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan.
09.12.2022
Fréttir

Gjafabréf í Eyjafjarðarsveit - jólagjöfin 2022

Gjafabréf í Eyjafjarðarsveit eru falleg gjöf fyrir þá sem þér þykir vænt um og er til sölu á skrifstofu sveitarfélagsins og í afgreiðslu sundlaugarinnar.
08.12.2022
Fréttir

Leikskólastarfsfólk framtíðarstörf

Vegna aukinnar aðsóknar vill leikskólinn Krummakot í Hrafnagilshverfi ráða starfsfólk í framtíðarstörf. Um er að ræða 100% stöðu leikskólakennara eða leiðbeinanda og 50% stöðu þroskaþjálfa í stuðning við börn. Í leikskólanum er 100% stöðugildi skipulagt sem 37 klukkustundir á viku.
06.12.2022
Fréttir

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar samþykkt

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2023 og árin 2024 – 2026, var tekin til síðari umræðu og samþykkt samhljóða á 600. fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar þann 25. nóvember.
25.11.2022
Fréttir

Lokað verður á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar frá kl. 12:00, föstudaginn 25. nóvember 2022.

Lokað verður á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar frá kl. 12:00, föstudaginn 25. nóvember 2022.
25.11.2022
Fréttir

Samkomugerði, Eyjafjarðarsveit auglýsing aðal- og deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 22. september 2022 sl. að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir frístundarbyggð í landi Samkomugerðis í auglýsingu. Í aðalskipulagstillögunni felst að skilgreint verði svæði fyrir frístundarbyggð í landi Samkomugerðis. Bætt er við svæði fyrir frístundarbyggð F17. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir tveimur frístundahúsum og er byggingarheimild fyrir einu húsi á svæðinu því óráðstafað að sinni.
23.11.2022
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar

Eyrarland, Eyjafjarðarsveit, auglýsing aðal- og deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 22. september 2022 sl. að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarbyggð í landi Eyrarlands í auglýsingu. Í aðalskipulagstillögunni felst að byggingarheimildir á íbúðarsvæði ÍB14, þar sem í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir 10 íbúðarhúsum, eru auknar í 15 hús. Deiliskipulagstillagan tekur til tíu íbúðarlóða á íbúðarsvæði ÍB14, á spildu austan Veigastaðavegar og sunnan íbúðarbyggðarinnar Kotru.
23.11.2022
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar