Fréttayfirlit

Sundlaugin lokar kl. 17:00 laugardaginn 28. janúar

Kæru sveitungar, vegna þorrablótsins laugardaginn 28. janúar, lokar sundlaugin kl. 17:00 þann dag. Opnum kát og hress kl. 10:00 á sunnudagsmorgninum og hlökkum til að taka á móti ykkur. Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar.
19.01.2023
Fréttir

Skráning í Lífshlaupið hefst 18. janúar nk.

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar þurfi að hreyfa sig minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir þurfi að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.
16.01.2023
Fréttir

Fundarboð 602. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 602. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 12. janúar 2023 og hefst kl. 08:00 Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Framkvæmdaráð - 127 - 2212001F 1.1 2212004 - Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð á byggingu leikskóla 1.2 2203019 - Skrifstofuhúsnæði - Breytingar á skrifstofum sveitarfélagsins og SBE 2. Framkvæmdaráð - 128 - 2212002F 2.1 2212004 - Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð á byggingu leikskóla 3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 379 - 2211010F 3.1 2211014 - Rammahluti aðalskipulags 4. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 380 - 2301002F 4.1 2211030 - Guðrúnarstaðir lóð - Glóð - beiðni um breytt staðfang 4.2 2211023 - Tjarnagerði - umsókn um byggingarreit fyrir bílskúr 2022 4.3 2211017 - Víðigerði II, lóð 2 og 3 - Umsókn um byggingarreit fyrir geymsluhúsnæði 4.4 2211033 - Eyrarland - skráning lóðarinnar Eyrarland 4 4.5 2212007 - Brúnir - umsókn um stofnun lóðar 4.6 2212015 - Óskað eftir nafnabreytingu úr Rútstaðir 2a í Litli Lækur 4.7 2212016 - Kroppur, Byttunes, Hrafnagil - skráning landeigna undir vegsvæði 2022 4.8 2209020 - Espihóll deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi 4.9 2301003 - Víðigerði 2 - byggingarreitur fyrir gróðurhús 2023 4.10 2104003 - Kroppur - Íbúðasvæði Fundargerðir til kynningar 5. SSNE - Fundargerð 44. stjórnarfundar - 2211028 6. Norðurorka - Fundargerð 280. fundar - 2212001 7. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 915 - 2212002 8. Molta - 107. fundur stjórnar - 2212003 9. Óshólmanefnd - fundargerð 30.11.2022 - 2212008 10. Óshólmanefnd - fundargerð 7.12.2022 - 2212009 11. SSNE - Fundargerð 45. stjórnarfundar - 2212012 12. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 916 - 2212019 Almenn erindi 13. Skógræktarfélag Eyfirðinga - Framtíðarstefna Vaðlareits - 2211029 14. Hitaveita í Eyjafjarðarsveit - 1901013 15. Kaupsamningur um spildu úr landi Hrafnagils - 2301006 16. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017 Sveitarstjórn skipar í starfshóp um innréttingar, innanstokksmuni og lóð. Sveitarstjórn skipar tvo einstaklinga í hópinn auk sveitarstjóra, leikskóli, grunnskóli og tónlistaskóli skipa tvo hver og íþróttamiðstöð skipar einn aðila. Sveitarstjóri sér til þess að kalla viðkomandi aðila úr hópnum til fundar og vinnu eftir því sem við á hverju sinni. 10.01.2023 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.  
10.01.2023
Fréttir

Sorphirðudagatal 2023

Sorphirðudagatal 2023 er komið á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar https://www.esveit.is/is/thjonusta/umhverfismal/sorphirda
06.01.2023
Fréttir

Útboð - Hrafnagilsskóli síðari áfangi leikskólaviðbyggingar

Eyjafjarðarsveit óskar eftir tilboðum í síðari áfanga leikskólaviðbyggingar við Hrafnagilsskóla. Um er að ræða byggingu leikskóla, ofan botnplötu sem var í fyrsta áfanga, bæði reisingu burðarvirkis og lokafrágang. Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 30. apríl 2024. Útboðsgögn verða afhent rafrænt frá og með miðvikudeginum 04.janúar 2023. Beiðni um afhendingu gagna skal send í tölvupósti á netfangið rab@verkis.is 
04.01.2023
Fréttir

50% starf í heimaþjónustu

Eyjafjarðarsveit auglýsir eftir starfsmanni í 50% starf í heimaþjónustu.
04.01.2023
Fréttir

Flugeldasala Hjálparsveitarinnar Dalbjargar

Að venju mun Hjálparsveitin Dalbjörg vera með flugeldasölu í Hrafnagilsskóla. Opnunartímar verða sem hér segir: • 28. desember kl. 13-22 • 29.-30. desember kl. 10-22 • 31. desember kl. 9-16 • 5. janúar kl. 19-21. (Dalborg) Flugeldasalan er okkar stærsta fjáröflun og við hvetjum sem flesta að styrkja björgunarsveitina í okkar heimabyggð. Við tökum einnig við frjálsum framlögum frá þeim sem ekki vilja styrkja í formi flugelda, bæði er hægt að finna upplýsingar á heimasíðunni okkar, dalbjorg.is eða mæta á staðinn og renna korti í gegnum posann, taka spjallið og fá sér kaffisopa. Við minnum á að gæta fyllsta öryggis við meðferð flugelda. Við hlökkum til að taka á móti sveitungum okkar og öðrum velunnurum! Kveðja, Hjálparsveitin Dalbjörg
29.12.2022
Fréttir

Fundarboð 601. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

601. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 22. desember og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá Almenn erindi 1. Samkomulag um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar - 2212013 Þann 16. desember síðastliðinn náðist samkomulag um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk milli þriggja ráðuneyta og sambands íslenskra sveitarfélaga. Samkomulagið gerir ráð fyrir að hámarksútsvar sveitarfélaga, sem ákveðið er í 1. mgr. 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, sem er nú 14,52%, skuli hækkað um 0,22% samhliða lækkun á tekjuskatts um samsvarandi hlutfall í báðum skattþrepum. Gert er ráð fyrir að hækkun hámarksútsvars skv. 2. mgr. renni í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Hlutfall útsvarstekna vegna málefna fatlaðs fólk sem fer í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga skv. 2. tölul. c-lið 8. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga er nú 0,99% og skal hlutfallið því hækka um 0,22% stig samhliða hækkun hámarksútsvars í 1,21%. Breytingar á hámarksútsvari sveitarfélaga taka gildi fyrir árið 2023 og sveitarfélögum verður heimilað að ákvarða útsvar vegna ársins 2023 eigi síðar en 30. desember 2022 og tilkynna það fjármálaráðuneytinu eigi síðar en þann dag, sbr. 24. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga. Í samkomulaginu kemur fram að aðilar séu sammála um að hækkun útsvarstekna sveitarfélaga samkvæmt samkomulaginu, verði hluti af framlögum Jöfnunarsjóðs sem veitt eru til sveitarfélaga vegna málefna fatlaðs fólks á grundvelli þeirra laga og reglna sem gilda um framlög sjóðsins til málaflokksins, sbr. m.a. 2. mgr. 13. gr. a. laga um tekjustofna sveitarfélaga. Með bestu kveðju, Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri
19.12.2022
Fréttir

Karl Jónsson ráðinn forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar

Karl Jónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar og tekur hann til starfa 23.janúar 2023.
16.12.2022
Fréttir

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna

Skráningarfrestur á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er til 20. desember og því um að gera að fylla út skráningarformið ef það er ekki búið, gera bæklingana klára og fara að æfa söluræðuna! Mannamót hefur vaxið mjög sem viðburður síðustu ár, eins og norðlensk ferðaþjónusta sem hefur alltaf verið áberandi á Mannamótum og vakið verðskuldaða athygli. Erlendar ferðaskrifstofur sýna Mannamótum meiri áhuga með hverju ári og nokkrar hafa skráð fulltrúa sína. Enn eru þó ferðaskrifstofur á höfuðborgarsvæðinu í miklum meirihluta og skal engan undra, því þessi viðburður var upphaflega búinn til svo auðveldara væri fyrir ferðaþjónustuna á landsbyggðinni að skapa tengsl við fólk í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og öfugt. Þannig er hægt að „ferðast“ á milli landshlutanna í Kórnum og ýta undir áhuga og þekkingu á því vöruúrvali sem í boði er. Sem fyrr er sérstök áhersla lögð á framboð af vörum yfir vetrartímann. Þessi fjölmennasti viðburður í íslenskri ferðaþjónustu hefur fengið hátt í þúsund gesti á hverju ári og sýnendur hafa verið um 250. Það er eftir miklu að slægjast – því þeir fiska sem róa. Við hvetjum öll okkar samstarfsfyrirtæki til þess að skrá sig á Mannamót og sýna öðrum að við erum meira en tilbúin til að taka á móti gestum, segja þeim okkar sögu og sýna þeim hvers vegna við erum stolt af okkar svæði, náttúru og því sem ferðaþjónustan býður upp á. Fljótlega eftir að skráningu lýkur fá allir skráðir sýnendur sent fundarboð, en við hér á MN ætlum að vera með kynningarfund um Mannamót fyrir þau samstarfsfyrirtæki sem eru skráð. Þar verður farið yfir ýmislegt sem tengist Mannamótum, hvað gott er að hafa í huga, hvaða kynningarefni hentar best og svo framvegis. Auk þess verður hægt að spyrja okkur spjörunum úr varðandi viðburðinn. Auðvitað má líka alltaf slá á þráðinn eða senda okkur póst, ef einhverjar spurningar vakna. Smelltu hér til að skrá þig sem sýnanda: https://www.markadsstofur.is/is/mannamot/skraning-synendaexhibitor-registration-2023
16.12.2022
Fréttir