Þróun íbúðarbyggðar í Vaðlaheiði – Rammahluti aðalskipulags, samstarfsverkefni Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps – auglýsing skipulagslýsingar

Fréttir

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á 607. fundi sínum 30. mars 2023 að vísa skipulagslýsingu fyrir Rammahluti Aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020, sem felur í sér breytingu á núgildandi aðalskipulögum, í kynningarferli samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Lýsingin er upphaf skipulagsvinnu við rammahluta aðalskipulags fyrir þróun byggðar í Vaðlaheiði. Í lýsingunni koma fram upplýsingar um forsendur, viðfangsefni og fyrirhugað skipulagsferli og með kynningu á henni gefst íbúum og hagsmunaaðilum kostur á að leggja fram ábendingar og sjónarmið við upphaf skipulagsvinnu.

Skipulagslýsingin er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 4. apríl og 3. maí 2023 á auglýstum opnunartíma skrifstofu kl. 10:00-14:00, sem og hér: Skipulagslýsing. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri til miðvikudagsins 3. maí 2023. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.

Skipulagsfulltrúi.