Fréttayfirlit

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024-2026

Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Eyjafjarðarsveitar fyrir árin 2024-2026. Því er auglýst eftir erindum, umsóknum, tillögum og ábendingum íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja í Eyjafjarðarsveit um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar. Þeir aðilar sem vilja koma með erindi, umsóknir, tillögur og/eða ábendingar er bent á að senda þær á esveit@esveit.is í síðasta lagi 31. október 2022.
13.10.2022
Fréttir

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsfólk, tímabundin afleysing með möguleika á áframhaldandi ráðningu

Um er að ræða 100% stöðu leikskólakennara/leiðbeinanda Leikskólakennari, leikskólaliði eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu af vinnu með ungum börnum óskast til starfa í leikskólanum Krummakoti. Í leikskólanum er 100% stöðugildi skipulagt sem 37 klukkustundir á viku. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 65 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð (story line) og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Unnið er að byggingu nýs húsnæðis fyrir leikskólann sem stefnt er á að opna árið 2024 og gefst því færi á að taka þátt í spennandi tímum og mótun starfsins í nýju húsnæði. Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi: Leyfisbréf sem leikskólakennari, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. Framúrskarandi samskiptahæfileikar. Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf. Góð íslenskukunnátta. Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is. Umsóknarfrestur er til 24. október 2022 Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Umsóknir sendist til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is
13.10.2022
Fréttir

Ályktun varðandi tryggingavernd bænda

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar fjallaði um Ályktun varðandi tryggingavernd bænda, á 595. fundi sínum þann 6.10.2022. Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða: "Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar skorar á landbúnaðarráðherra að stofna nýja umgjörð um tryggingavernd bænda þar sem tekið verður á fleiri áhættuþáttum en þeim sem skyldu og valfrjálsar tryggingar taka á t.d. tjón í kjölfar náttúruhamfara og annarra óvæntra áfalla. Sveitarstjórn telur mjög mikilvægt að bændur geti tryggt afkomu sína með mun betri hætti en er í dag, enda mun það stuðla að fæðuöryggi í landinu. Jafnframt óskar sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar eftir því að fá fund með landbúnaðarráðherra um matvælaframleiðslu framtíðarinnar."
06.10.2022
Fréttir

Vörðum leiðina saman

Innviðaráðuneytið , í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, býður íbúum í öllum landshlutum til opins samráðs á fjarfundum í október undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman. Á fjarfundunum verður kastljósinu beint að framtíðaráskorunum í málaflokkum ráðuneytisins. Meginviðfangsefni þeirra verða umræður um stefnumótun í samgöngum, sveitarstjórnarmálum og húsnæðis- og skipulagsmálum. Einnig verður nýsamþykkt byggðaáætlun kynnt. Samráðsfundur á Norðurland eystra verður haldinn 19. október milli kl. 15.00-17.00. Fundurinn verður haldin í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams en nauðsynlegt er að skrá sig. Skráningu líkur daginn fyrir fund og þátttakendur frá boð í tölvupósti til að tengjast fundinum. Skráning er hér
06.10.2022
Fréttir

Fundarboð 595. fundar sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 595 FUNDARBOÐ 595. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 6. október 2022 og hefst kl. 08:00 Dagskrá: Fundargerðir til samþykktar 1. Atvinnu- og umhverfisnefnd - 2 - 2209005F 1.1 2209037 - Birkifræsöfnun í Garðsárreit 1.2 2205018 - Skipan í nefndir og ráð 2022 til 2026 1.3 2209031 - Nýsköpunarstefna Eyjafjarðarsveitar 1.4 2209032 - Nýsköpunarsjóður 1.5 2209034 - Sjálfbærnismiðja í Eyjafjarðarsveit 1.6 2209033 - Verkefni atvinnu- og umhverfisnefndar og áherslur fyrir fjárhagsáætlun 1.7 2209013 - Umhverfisstofnun - Skil á refa- og minkaveiðiskýrslu 2021-2022 og áætlun um refaveiðar 2023-2025 1.8 1905022 - Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar 2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 375 - 2209008F 2.1 2208022 - Örk - Umsókn um tvo byggingarreiti 2.2 2209038 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Vegagerð í landi Brúarlands 2.3 2209041 - Skógræktarfélag Íslands - Ályktun til sveitarfélaga 2.4 2209049 - Reiðvegur milli Mjaðmár og Bringu - framkvæmdaleyfisumsókn 2.5 2209030 - Litlahlíð - stækkun bílgeymslu 2.6 2104003 - Kroppur - Íbúðasvæði 2.7 2208023 - Ölduhverfi framkvæmdaleyfi vegna vinnubúða 2.8 2208016 - Ytri-Varðgjá 3 - íbúðir og hótel Fundargerðir til kynningar 3. Aðalfundur skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar 6.09.22 - 2209017 Almenn erindi 4. Sala fasteigna - Sólgarður - 2208011 5. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2023 - 2026 fyrri umræða - 2209039 04.10.2022 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.
04.10.2022
Fréttir

Gangnaseðlar hrossasmölunar 2022

Hrossasmölun verður föstudaginn 30. september og stóðréttir í framhaldi þann 1. október kl. 10:00 í Þverárrétt og kl. 13:00 í Melgerðismelarétt.
22.09.2022
Fréttir

Íþróttavika Evrópu 23.9.-30.9.

Eyjafjarðarsveit tekur þátt í Íþróttaviku Evrópu dagana 23.-30. september og stendur fyrir ýmsum viðburðum. Meðfylgjandi er dagskrá íþróttaviku Evrópu í Eyjafjarðarsveit.
21.09.2022
Fréttir

Birkifræsöfnun í Garðsárreit 22. september

Skógræktin og Landgræðslan óska eftir stuðningi landsmanna við að breiða út birkiskóga landsins í anda Bonn-áskorunarinnar. Átakinu í ár verður hleypt formlega af stokkum í Garðsárreit í Eyjafjarðarsveit fimmtudaginn 22. september kl 17. Í Eyjafirði er gott birkifræár og því fullt af fræi til að tína.
21.09.2022
Fréttir

Menningarsjóður Eyjafjarðarsveitar auglýsir eftir umsóknum

Menningarsjóður Eyjafjarðarsveitar auglýsir eftir umsóknum fyrir 18. október vegna úthlutunar úr sjóðnum 1. nóvember næstkomandi.
20.09.2022
Fréttir

Hólavegur lokaður í dag föstudag 16. september

Hólavegur verður lokaður frá hádegi og fram eftir degi í dag norðan við Vatnsenda, vegna ræsaviðgerða
16.09.2022
Fréttir