Sumarstarf á tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar

Fréttir

Eyjafjarðarsveit auglýsir lausar stöður í sumar. Um er að ræða tvær 100% stöður í vaktavinnu á tjaldsvæði ásamt öðrum störfum. Líflegt og jákvætt umhverfi þar sem markmiðið er að veita góða þjónustu.

Helstu verkefni eru m.a.:

  • Umsjón og umhirða tjaldsvæðis og þjónusta við gesti
  • Þrif á aðstöðu tjaldsvæðis
  • Sláttur
  • Vöktun á gámasvæði
  • Eftirlit með fasteignum sveitarfélagsins
  • Önnur verkefni

Hæfniskröfur:

  • Umsækjendur verða að vera orðnir 20 ára
  • Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Þjónustulund
  • Hafa gott vald á íslensku og ensku
  • Stundvísi
  • Jákvæðni

Næsti yfirmaður er forstöðumaður eignasjóðs.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknum þarf að fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur.
Tekið er á móti umsóknum á netfangið karlj@esveit.is

Nánari upplýsingar um starfið og fyrirkomulag vakta gefa Elmar í síma 891-7981 og Karl í síma 691-6633.