Fréttayfirlit

Nýir starfsmenn hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar

Tveir nýir starfsmenn hafa hafið störf á skrifstofu Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar (SBE), þær Sigríður Kristjánsdóttir og jakobína Ósk Sveinsdóttir.
23.08.2022
Fréttir

Vakin er athygli á lýðheilsustyrkjum

Frestur til að sækja um styrk er til og með 15. desember 2022. Nánari upplýsingar um styrkina er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar > Umsóknir > listi yfir umsóknir er hægra megin á síðunni.  Íþrótta- og tómstundastyrkur barna 2022  Lýðheilsustyrkur eldri borgara  Styrkveitingar vegna keppnis- og æfingaferða
23.08.2022
Fréttir

Fundarboð 592. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveit

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 592 FUNDARBOÐ 592. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 25. ágúst 2022 og hefst kl. 08:00.
23.08.2022
Fréttir

Gangnaseðlar 2022

Gangnaseðlar 2022 vegna sauðfjár liggja nú fyrir og má nálgast hér.
22.08.2022
Fréttir

Eyjafjarðarsveit auglýsir síðustu lausu lóðina í Bakkatröð Hrafnagilshverfis

Eyjafjarðarsveit auglýsir lóð 21 í Bakkatröð Hrafnagilshverfis. Á lóðinni skal byggja einbýlishús samkvæmt skilyrðum deiliskipulags en húsið skal reist á staurum. Eitt hús er í byggingu á svæðinu með sama fyrirkomulagi. Bakkatröð 21 er síðasta lausa lóðin við bötuna.
09.08.2022
Fréttir

Álagning fjallskila 2022

Þeir sem halda allt sauðfé og öll hross heima eru beðnir að tilkynna það til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í seinasta lagi þriðjudaginn 16. ágúst með tölvupósti á póstfangið esveit@esveit.is eða í síma 463-0600. Lagt verður á eftir forðagæsluskýrslum þeirra sem sleppa á afrétt. Þá verður lagt á eftirgjald í fjallskilasjóð kr. 60 fyrir hverja kind og hvert hross sömu aðila.
09.08.2022
Fréttir

Fundarboð 591. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 591 FUNDARBOÐ 591. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 11. ágúst 2022 og hefst kl. 8:00.
09.08.2022
Fréttir

Lausar stöður í Hrafnagilsskóla og Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Tónmenntakennari, afleysing frá október 2022. Óskum eftir að ráða kennara til að leiða tónlistarstarf og kenna tónmennt í Hrafnagilsskóla og leikskólanum Krummakoti. Leitað er eftir kennara sem getur unnið að fjölbreyttum verkefnum tengdum tónlist og tónsköpun. Hrafnagilsskóli hefur verið leiðandi í öflugu tónlistarstarfi á landsvísu. Í skólanum er m.a. samþætting tónlistar við hinar ýmsu námsgreinar og söngur á daglegum samverustundum. Ráðið er í starfið frá október 2022 og nær ráðningin til 31. júlí 2023. Reynsla af kennslu og vinnu með börnum er æskileg. Leitað er eftir tónmenntakennara sem; er tónlistarmenntaður. sýnir metnað í starfi. býr yfir frumkvæði, skipulagsfærni og sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum. vinnur í góðri samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra. Karlkyns starfsmaður í íþróttamiðstöð og skólaliði. Óskum eftir að ráða starfsmann í baðvörslu í karlaklefa sundlaugar og íþróttahúss. Viðkomandi sinnir einnig störfum sem falla undir starfssvið skólaliða grunnskóla. Um er að ræða 80% starfshlutfall. Starfsmaður vinnur fjóra virka daga í viku frá klukkan 6:00 til klukkan 14:00. Viðkomandi þarf að standast hæfnispróf sundstaða og geta hafið störf sem fyrst. Leitað er eftir starfsmanni sem; sýnir metnað og sjálfstæði í starfi. vinnur í góðri samvinnu við sundlaugargesti, starfsfólk og nemendur. Nánari upplýsingar veita skólastjórar í síma 464-8100 og 699-4209. Umsóknarfrestur er til og með 14. ágúst 2022 og sótt er um með því að senda netpóst á netföngin, hrund@krummi.is eða bjork@krummi.is.
02.08.2022
Fréttir

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar lokuð 18.-29. júlí vegna sumarleyfa

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður lokuð frá 18. júlí til og með 29. júlí vegna sumarleyfa starfsfólks. Þeim sem þurfa nauðsynlega að ná sambandi við sveitarfélagið er bent á vaktsíma Eyjafjarðarsveitar 463-0615.
14.07.2022
Fréttir

Gangnadaga haustið 2022

Fjallskilanefnd ákvað á 43. fundi sínum gangnadaga haustið 2022.
13.07.2022
Fréttir