Fréttayfirlit

Að sveitamannasið – Töðugjöld í Gamla bænum Laufási

Sunnudaginn 18. ágúst verða „Töðugjöld“ í Laufási og hefst dagskráin í Laufáskirkju kl. 13.30 þar sem hlýða má á ýmsan fróðleik um hversu mikilvægur heyskapurinn var fyrir menn og skepnur. Söngglaðir sveitungar taka lagið undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur ásamt húskarlinum og einsöngvaranum Þorkeli Pálssyni frá Höfða í Grenivíkurhreppi. Í Gamla bænum verður handverksfólk að störfum og ljósmyndasýning um „þarfasta þjóninn“, sem var eins og viðurnefnið bendir til ómissandi starfskraftur við bústörfin.
14.08.2013

Fundarboð - 435. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

435. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 14. ágúst 2013 og hefst kl. 12:00
09.08.2013

Norsku fyrirsæturnar mættar á Handverkshátíð

Undirbúningur Handverkshátíðar 2013 stendur sem hæst. Sölutjöld og veitingatjald rísa núna á svæðinu og sýnendur eru að koma sér fyrir. 90 sölubásar af öllu landinu með íslensku handverki og hönnun eru á sýningunni í ár. Norskar „kýr“ eru nú komnar á svæðið og munu skarta rammíslensku prjónlesi alla sýningarhelgina. Veðrið er dásamlegt í Eyjarfirðinum og bjóðum við landsmenn velkomna á Handverkshátíð sem hefst á morgun kl: 12 og stendur fram til mánudags.
08.08.2013

Þáttur um Handverkshátíðina á RÚV í kvöld

Þáttur um 20. Handverkshátíðina í Eyjafjarðarsveit og landbúnaðarsýningu sem haldnar voru sumarið 2012 verður sýndur í kvöld á RÚV kl: 19:35
30.07.2013

Samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit

Samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit hefur tekið gildi. Þar eru ýmsar reglur um búfjárhaldið en helstu nýmæli eru þau að vörsluskylda er á öllu búfé neðan fjallsgirðinga allt árið og er búfjárhaldið neðan fjallsgirðinga að öllu leyti á ábyrgð umráðamanns búfjárins.
17.07.2013

Hrafnagilshverfi IV, breyting á deiliskipulagi

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 25. júní 2013, er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hrafnagilshverfis IV, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
17.07.2013
Deiliskipulagsauglýsingar

Gönguferð um miðaldakaupstaðinn Gásir

Hvað áttu Þórður kakali og Guðmundur dýri sameiginlegt? Hvað voru Gásir og hverjir komu þangað og hvað gerðu þeir? Langar þig að kynnast sögu miðaldakaupstaðarins á Gásum í Eyjafirði? Komdu þá í gönguferð um minjasvæði þessa forna kaupstaðar fimmtudagskvöldið 18. júlí kl 20.
17.07.2013

Íslenski safnadagurinn sunnudaginn 7. júlí 2013

Íslenski safnadagurinn var fyrst haldinn árið 1997 að frumkvæði safnmanna sjálfra. Markmiðið með deginum er að benda á mikilvægi faglegrar varðveislu og miðlunar sameiginlegra verðmæta þjóðarinnar og þá einstöku leið til lifandi þekkingaröflunar og skemmtunar sem finna má á söfnum.
02.07.2013

Leggjum rækt við frið

Friðarhlaup er nú hlaupið um allt land og fór hlaupið um Eyjafjarðarsveit sunnudaginn 30. júní.
01.07.2013

Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar auglýsir hér með tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 – 2024 og umhverfisskýrslu. Skipulagstillagan, sem auglýst er með vísan til 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, mun liggja frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík, frá og með 28. júní 2013 til og með 23. ágúst 2013.
25.06.2013
Svæðisskipulagsauglýsingar