Samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit hefur tekið gildi. Þar eru ýmsar reglur um búfjárhaldið en helstu nýmæli eru þau að vörsluskylda er á öllu búfé neðan fjallsgirðinga allt árið og er búfjárhaldið neðan fjallsgirðinga að öllu leyti á ábyrgð umráðamanns búfjárins.
Umráðamaður lands ofan fjallsgirðingar skal gæta þess að beitarálag á land sem hann hefur umráð yfir sé ekki meira en land þolir. Nýti umráðamaður ekki að fullu land sem hann hefur fyrir eigið búfé er honum heimilt að leyfa öðrum afnot af því að því marki sem beitarþol leyfir. Umráðmanni landsins ber að tilkynna til sveitarstjórnar hverjum hann heimilar beit og er hægt að ganga frá umsókninni með því að smella hér.
Þeir sem halda búfé í Eyjafjarðarsveit samkvæmt búfjáreftirlitsskýrslum við gildistöku samþykktarinnar hafa leyfi til búfjárhalds en nýir aðilar þura að sækja um leyfi til búfjárhalds í sveitarfélaginu í framtíðinni.
Búfjársamþykktina í heild sinni má sjá með því að smella hér.