Hvað áttu Þórður kakali og Guðmundur dýri sameiginlegt? Hvað voru Gásir og hverjir komu þangað og hvað gerðu þeir? Langar þig að kynnast sögu miðaldakaupstaðarins á Gásum í Eyjafirði? Komdu þá í gönguferð um minjasvæði þessa forna kaupstaðar fimmtudagskvöldið 18. júlí kl 20.
Miðaldakaupstaðurinn er vel skrásettur í rituðum heimildum og fornleifarannsóknir hafa bæði staðfest það sem þar stendur og varpað nýju ljósi á þennan forna verslunarstað.
Gangan hefst á bílastæðinu og tekur klukkustund. Leiðsögumaður er Sigrún Birna Óladóttir. Ekkert þátttökugjald.
Gásir er 11 km norðan við Akureyri, afrein við Hlíðarbæ af þjóðvegi 1.
Ekki er úr vegi að minna á MIÐALDADAGA á Gásum 19.-21. júlí þar sem líf í miðaldakaupstaðnum Gásum er sviðsett fyrir gesti og gangandi. Þá verða hamarshögg járnsmiðs, háreysti kaupmanna, ljúf tónlist, matarilmur og brennisteinsvinnsla hluti af upplifun þeirra sem sækja Gásir heim.
Nánari upplýsingar má finna á vef Gásakaupstaðars ses www.gasir.is