Fréttayfirlit

Opið hús kl. 14-16 í tilefni 25 ára afmælis leikskóladeildar Hrafnagilsskóla, Krummakots

Föstudaginn 14. september eru liðin tuttugu og fimm ár síðan leikskólinn Krummakot tók til starfa í Eyjafirði. Til að fagna þessum merku tímamótum verður opið hús í Krummakoti milli kl. 14 og 16 á afmælisdaginn.
14.09.2012

Vetrardagskrá Ungmennafélagsins Samherjar

Vetrardagskrá Ungmennafélagsins Samherjar - tekur gildi laugardaginn 1. september.
31.08.2012

Menningar- og viðurkenningasjóður KEA auglýsir eftir styrkumsóknum

Umsóknarfrestur er til 30. september 2012. Nauðsynlegt er að fylla út umsóknareyðublað sem nálgast má á heimasíðunni eða á skrifstofu KEA, Glerárgötu 36, 600 Akureyri.
31.08.2012

Gamli bærinn Laufási

Síðasta opnunarhelgi sumarsins laugardaginn 1. september kl. 14 - 16 og sunnudaginn 2. september kl. 14 - 16.
31.08.2012

Smámunasafnið

Þann 16. september er síðasti fasti opnunardagur safnsins á þessu ári, eftir það er hægt að panta fyrir hópa í síma 865-1621 eða á netfangið stekkjar@simnet.is
31.08.2012

Gjaldskrá fyrir framkvæmdaleyfi og skipulagsvinnu

Ný gjaldskrá fyrir framkvæmdaleyfi og skipulagsvinnu hefur tekið gildi. Gjaldskráin byggir á þeirri meginreglu að aðili sem óskar eftir breytingu á aðal- og/eða deiliskipulagi skuli greiða þann kostnað sem breytingin hefur í för með sér. Í því felst að umsækjandi greiðir kostnað vegna nýrra uppdrátta, breytinga á uppdráttum, auglýsinga og kynninga vegna málsins.
30.08.2012

Göngur 2012

1. göngur verða 1.-2. sept. frá Fiskilæk að Æsustaðatungum. Þaðaðn inn úr og vestan Eyjafjarðarár verða þær 8.-9. sept. Vaðlaheiði og Fiskilækjarfjall ytra verða síðan smöluð 15. sept.
29.08.2012

FUNDARBOÐ Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 421

421. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, þriðjudaginn 28. ágúst 2012 og hefst kl. 16:00
24.08.2012

Bæjakeppni Hestamannafélagsins Funa

Bæjakeppni Funa verður haldin á Melgerðismelum sunnudaginn 26. ágúst. Skráning verður á staðnum milli kl. 13:00-13:30. Keppni hefst kl. 14:00. Keppt verður í flokki polla, barna, unglinga, ungmenna, karla og kvenna.
24.08.2012

Styrkir til nýsköpunar og þróunar

Vaxtarsamningur Eyjafjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki. Styrkir verða veittir til skilgreindra verkefna sem líkleg eru til að efla nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífs á Eyjafjarðarsvæðinu. Styrkhæf verkefni eru rannsóknar- þróunar- og nýsköpunarverkefni sem markvisst stefna að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Verkefni skulu vera unnin í samstarfi að lágmarki þriggja aðila. Næsti umsóknarfrestur er til og með 24. ágúst næstkomandi.
13.08.2012