Fréttayfirlit

Íþróttamiðstöðin verður lokuð 18. - 27. maí vegna viðhalds

Opnum aftur í potta, eimbað og sal þriðjudaginn 28. maí kl. 8:00 - 21:00 virka daga og kl. 10:00 - 17:00 um helgar. Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
13.05.2013

Eyfirski safnadagurinn vel sóttur

Það voru margir sem gerðu sér glaðan dag, síðastliðinn laugardag, þegar EYFIRSKI safnadagurinn var haldinn í sjöunda sinn. Söfnin fengu hátt í 3000 heimsóknir. Það er því greinilegt að íbúar í Eyjafirði og ferðafólk kann vel að meta það að geta farið á milli forvitnilegra og fróðlegra safna í Eyjafirði. Sögulegt fólk var þema dagsins. Margir nýttu sér því þann fróðleik sem í boði var .
08.05.2013

Myndir af Heimboði í sveitina

Myndir eru komnar af þessum skemmtilega degi. Þær er að finna hér á síðunni undir Mannlíf > Myndaalbúm.
30.04.2013

Auglýsingablaðið 679. tbl. 8. maí n.k.

Skila þarf inn auglýsingum fyrir kl. 9:00 þriðjudaginn 7. maí! Eftir þetta blað tekur við "venjulegur skilafrestur" auglýsinga sem er fyrir kl. 9:00 á miðvikudögum og blaðinu dreift um sveitina á fimmtudögum..... alveg fram að jólum ;-)
30.04.2013

Eyfirski safnadagurinn 4. maí 2013

Eyfirski safnadagurinn verður laugardaginn 4. maí n.k. Þá verða öll söfn í Eyjafirði opin milli kl. 13:00-17:00 og enginn aðgangseyrir. Sjá nánar hér fyrir neðan.
29.04.2013

Heimboð í sveitina á Sumardaginn fyrsta

Fimmtán aðilar bjóða sveitungum og öðrum gestum "heim" á sumardaginn fyrsta til að sjá fjölbreytileikann sem Eyjafjarðarsveit býr yfir. Eftirfarandi auglýsingu má sjá hér
22.04.2013

Fundarboð 432. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

432. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg, Skólatröð 9, miðvikudaginn 24. apríl og hefst hann kl. 12:00. Dagskrá fundarins má sjá hér.
22.04.2013

Tilboð opnuð í byggingarrétt

Mánudaginn 22. apríl voru opnuð tilboð í byggingarrétt á lóðum í Bakkatröð skv. auglýstu útboði.
22.04.2013

Heimboð í sveitina

Á sumardaginn fyrsta verður mikið um að vera í sveitinni. Þá munu ferðaþjónustuaðilar, listamenn, bændur og búalið bjóða gestum og gangandi í heimsókn.
19.04.2013

Kjörfundur vegna alþingiskosninga 27. apríl 2013

Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00. Þeir sem eiga erfitt með gang mega aka að inngangi skóla. Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt. Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 899-4935. Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 15. apríl 2013; Emilía Baldursdóttir, Ólafur Vagnsson, Níels Helgason
17.04.2013