Fréttayfirlit

Jónsmessuvaka í Laufási

Í tilefni Jónsmessu verður heilmikið um að vera í Gamla bænum Laufási í Eyjafirði sunnudaginn 23. júní kl 20:00 – 22:00. Þó gestir í Laufási velti sér ekki allsberir uppúr magnaðri næturdögginni þá er betra en ekkert að ganga í henni berfættur þegar líða fer á kvöldið. Dagskráin hefst í kirkjunni í Laufási kl 20:00 þar sem Bjarni Guðleifsson, rithöfundur, náttúrufræðingur og prófessor verður með erindi um þjóðareinkenni Íslendinga.
21.06.2013

Fundarboð 434. fundar sveitarstjórnar 20. júní 2013

434. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 20. júní 2013 og hefst kl. 17:00
20.06.2013

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Því miður taka lagfæringar við sundlaugina fáeina daga í viðbót. Áætlað er að taka sundlaugina í notkun 23. júní. Sumaropnun gildir frá 18. júní: Opið virka daga frá kl. 6.30-22.00 Helgar frá kl. 10.00-20.00
17.06.2013

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Stefnt er að því að opna sundlaugina aftur 17. júní. Þann dag verður Íþróttamiðstöðin opin frá kl. 10.00-20.00. Fylgist með á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar. Hlökkum til að sjá ykkur. Sumarkveðjur, starfsfólk Íþróttamiðstöðvar
12.06.2013

Fyrri úthlutun ársins 2013 úr Landsmótssjóði UMSE 2009

Úthlutað hefur verið úr Landsmótssjóði UMSE 2009. Um var að ræða fyrri úthlutun ársins 2013. Alls bárust að þessu sinni 9 umsóknir í sjóðinn og hlutu 6 aðilar úthlutun. Eftirfarandi fengu úthlutað að þessu sinni:
12.06.2013

Glæsilegur árangur Dalbjargar á björgunarleikum Landsbjargar

Björgunarleikur Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldinn um síðustu helgi. 24 lið voru skráð til leiks frá sveitum víðsvegar um landið. Í stuttu máli sagt gerði "Made in sveitin" sér lítið fyrir og náði 4. sæti. Nánar um björgunarleikana má lesa hér.
31.05.2013

Sumaropnun í Gamla bænum Laufási

Gamli bærinn í Laufási opnar dyr sínar upp á gátt laugardaginn 1. júní kl. 9:00 og býður velkomna alla þá gesti, innlenda og erlenda, sem leggja land undir fót í sumar. Sunnudaginn 2. júní er tilvalið að gera sér ferð í Laufás því kl. 14:00 til 16:00 verður handverksfólk úr Þjóðháttafélaginu Handraðnum að störfum í Gamla bænum og starfsfólk Pólarhesta koma með hesta og teyma undir ungum gestum á flötinni.
29.05.2013

Vinna fyrir unglinga - umsóknarfrestur framlengdur til og með þriðjudagsins 4. júní

Eyjafjarðarsveit býður unglingum fæddum 1997, 1998 og 1999 vinnu við umhverfisverkefni á komandi sumri. Skila þarf umsóknum til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eða á netfangið esveit@esveit.is. Í umsókn þarf að koma fram nafn og kennitala umsækjanda, nafn forráðamanns og sími. Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar s. 463-0600
15.05.2013

Lausar stöður við Hrafnagilsskóla; leik- og grunnskóladeild

Óskað er eftir aðstoðarskólastjóra frá og með 1. ágúst, leik- og grunnskólakennurum frá og með 1. ágúst, stuðningsfulltrúum við grunnskólann frá og með 1. ágúst og sumarafleysingu við leikskólann Krummakot frá og með 3. júní.
14.05.2013

Fundarboð 433. fundar sveitarstjórnar, 22. maí n.k.

433. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 22. maí 2013 og hefst kl. 12:00
13.05.2013