Jónsmessuvaka í Laufási
Í tilefni Jónsmessu verður heilmikið um að vera í Gamla bænum Laufási í Eyjafirði sunnudaginn 23. júní kl 20:00 – 22:00. Þó gestir í Laufási velti sér ekki allsberir uppúr magnaðri næturdögginni þá er betra en ekkert að ganga í henni berfættur þegar líða fer á kvöldið. Dagskráin hefst í kirkjunni í Laufási kl 20:00 þar sem Bjarni Guðleifsson, rithöfundur, náttúrufræðingur og prófessor verður með erindi um þjóðareinkenni Íslendinga.
21.06.2013