Leggjum rækt við frið

Friðarhlaup um Eyjafjarðarsveit
Friðarhlaup um Eyjafjarðarsveit

Friðarhlaup er nú hlaupið um allt land og fór hlaupið um Eyjafjarðarsveit sunnudaginn 30. júní.

Alþjóðlegur hópur hlaupara kom færandi hendi með logandi Friðarkyndil úr Svalbarðsstrandarhreppi og síðan lá leiðin til Akureyrar.

Hlaup

Hlaupir er alþjóðlegt kyndilhlaup sem fer fram í öllum heimsálfum ár hvert og nú í ár fer hlaupið fram í 20. sinni og hefur Ísland verið þáttakandi frá upphafi.

Samhliða friðarhlaupinu var gróðursett friðartré á skólalóðinni við Hrafnagilsskóla sem á að minna okkur á að rétt eins við þurfum að hlúa að og leggja rækt við trjáplöntuna svo hún megi dafna þá þurfum við að og hlúa að og rækta friðinn í sjálfum okkur og samfélaginu, svo hann megi vaxa og dafna.

Friðartréð