Fréttayfirlit

SVÆÐISSKIPULAG EYJAFJARÐAR 2012 – 2024

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur á fundi sínum hinn 26. nóv. 2013 samþykkt tillögu að svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 – 2024. Með vísan til 3. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur nefndin jafnframt sent tillögu sína til afgreiðslu Skipulagsstofnunar sem skal innan fjögurra vikna staðfesta skipulagstillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.
29.11.2013
Svæðisskipulagsauglýsingar

Tískusýning í Silvusalnum á vegum Álfagallerýsins í sveitinni

Föstudagskvöldið 22. nóvember kl. 20:00 verður glæsileg tískusýning á vegum Álfagallerýsins í Silvusalnum að Syðra-Laugalandi Kaffihlaðborð með gómsætum kökum og brauði í hollari kantinum. Allir velkomnir.
22.11.2013

Almenningssamgöngur og skólaakstur

Almenningssamgöngur hófust í Eyjafjarðarsveit við skólabyrjun nú í haust. Áður hafa verið gerðar tilraunir með almenningssamgöngur í sveitarfélaginu en eftir stuttan reynslutíma hefur þeim verið hætt vegna mikils kostnaðar og tiltölulega lítillar þátttöku.
22.11.2013

Íbúaþing um farsæla öldrun í Eyjafjarðarsveit

-verður haldið í matsal Hrafnagilsskóla laugardaginn 23. nóvember kl. 14 - 16. Allir hjartanlega velkomnir. Félagsmálanefnd
21.11.2013

Þakkir frá Rarik

Á liðnu sumri lagði RARIK jarðstreng frá Þórustöðum að Laugalandi. Þessi strenglagning er hluti af því verkefni að koma öllu dreifikerfi RARIK í Eyjafirði í jörð. Til þess að svona verkefni gangi vel þurfa allir sem að því koma að leggja sitt að mörkum. Það er mat RARIK að svo hafi verið og slíkt ber að þakka. Landeigendum, ábúendum og öðrum hlutaðeigandi aðilum eru þökkuð góð samskipti og samvinna í sumar. Starfsmenn RARIK á Norðurlandi.
19.11.2013

Fundarboð 439. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

439. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 13. nóvember 2013 og hefst kl. 15:00
11.11.2013

Fjárhagsáætlun - undirbúningsfundur

Laugardaginn 9. nóvember verður haldinn fundur sveitarstjórnar með öllum nefndum sveitarfélagsins og forstöðumönnum stofnana. Á fundinum verður farið yfir fjárhagstöðu sveitarfélagsins og kynntar helstu forsendur fyrir fjárhagsáætlun ársins 2014. Fundurinn verður haldinn í matsal Hrafnagilsskóla og hefst kl. 10:00. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki um kl. 13:00. Fundurinn er einnig opinn öllum þeim sem hafa áhuga á málefninu og/eða vilja koma á framfæri ábendingum. Sveitarstjórn
07.11.2013

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit

- óskar eftir að ráða leikskólakennara eða starfsmenn með aðra uppeldismenntun. Um er að ræða: • Tvær 100% stöður vegna fæðingarorlofs. Önnur er frá frá 1. des. 2013 til 28. febrúar 2014. Hin staðan er frá 1. janúar 2014. • Ein 100% staða frá 1. janúar 2014.
07.11.2013

Arnarholt í Leifsstaðabrúnum – deiliskipulag - endurauglýsing

Vegna formgalla við birtingu auglýsingar á gildistöku deiliskipulags 4 frístundalóða á Arnarholti, er skipulagið hér með auglýst að nýju, sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
31.10.2013
Deiliskipulagsauglýsingar

Félagsleg leiguíbúð laus til umsóknar - umsóknarfrestur til 31. október

Laus er til umsóknar tveggja herbergja leiguíbúð að Skólatröð 2. Umsækjendur skulu standast þau tekju- og eignamörk sem ákveðin eru í reglugerð nr. 873/2001, um lánveitingar til leiguíbúða, ráðstöfun þeirra og rekstur. Umsóknarfrestur er til 31. október n.k.
24.10.2013