Fréttayfirlit

Fundarboð 431. fundar sveitarstjórnar

431. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 27. mars 2013 og hefst kl. 12:00
26.03.2013

Páskar á Smámunasafninu

Smámunasafnið verður opið alla páskadagana 28. mars til 1. apríl kl. 14:00 til 17:00. Rjúkandi kaffi og nýbakaðar vöfflur með sultutaui og rjóma. Í safnbúð handverk og eldra dót úr ýmsum áttum. Eggjaleikur ??? ,,Sá á fund sem finnur'' Verið velkomin í forvitnilega heimsókn.
21.03.2013

Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2005-2025- endurskoðun árið 2013 - skipulagslýsing

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Ejafjarðarsveitar 2005-2025. Ætlunin er að yfirfara og lagfæra gildandi Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar þar sem landnotkunarflokkar verða uppfærðir miðað við þær breytingar sem orðið hafa á aðalskipulagi síðan það var staðfest og lagfæra texta og gera hann skýrari þar sem reynslan hefur sýnt að þörf sé á því.
14.03.2013
Aðalskipulagsauglýsingar

Íbúafundur 13. mars kl. 20 - Opinn dagur í Eyjafjarðarsveit

Íbúafundur var haldinn mánudaginn 4. mars og þar var ákveðið að sumardaginn fyrsta verði fólki boðið í sveitina. Ætlunin er að lista- og handverksmenn opni vinnustofur sínar, bændur, félagasamtök og ferðaþjónustu¬aðilar kynni starfsemi sína, sumardags¬gleði verði í Funaborg og svo mætti lengi telja. Vegna veðurs komu fáir á fundinn og því er boðað til annars íbúafundar í matsal Hrafnagilsskóla miðvikudaginn 13. mars kl. 20.00. Á fundinum verður rætt um frekari útfærslu á þessari hugmynd og jafnframt um nýja útgáfu á korti um ferðaþjónustu og afþreyingu í Eyjafjarðarsveit. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt og þeir sem vilja kynna starfsemi sína á nýju korti eru hvattir til að mæta, en allir eru velkomnir. Kaffi og með því. Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd
13.03.2013

Stækkun friðlandsins í Þjórsárverum

Drög að friðlýsingarskilmálum um friðland í Þjórsárverum og verndun rústamýravistar er nú í auglýsingu með fyrirvara um samþykki hlutaðeigandi aðila. Fundur til að kynna tillöguna verður í Hótel Varmahlíð 18. mars kl. 15.
12.03.2013

Kynning á frummatsskýrslu um Þverárnámu

Framkvæmdaraðili stendur fyrir opnu húsi í Golfskálanum að Þverá, Eyjafjarðarsveit, þriðjudaginn 12. mars 2013, kl. 17:00-18:00.
12.03.2013

Frummatsskýrsla - Þverárnáma

Verkfræðistofa Norðurlands ehf hefur tilkynnt til umfjöllunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um Þverárnámu í Eyjafjarðarsveit. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 6. mars til 17. apríl 2013 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu og bókasafni Eyjafjarðarsveitar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu verkfræðistofu Norðurlands.
07.03.2013

Handverkshátíð 2013 - búið að opna fyrir umsóknir

Nú gefst handverksfólki og hönnuðum kostur á að sækja um sölubás á Handverkshátíð 2013. Hægt er að sækja um sem einstaklingur eða hópur. Umsóknarfresturinn rennur út 15. apríl n.k. Vinsamlega fyllið út umsóknareyðublað hátíðarinnar sem er að finna á heimasíðu hátíðarinnar.
05.03.2013

Fundarboð; 430. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

430. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 6. mars 2013 og hefst kl. 12:00
04.03.2013

Siðareglur samþykktar

Á fundi sínum 14. febrúar s.l. samþykkti sveitarstjórn siðareglur fyrir kjörna fulltrúa og stjórnendur Eyjafjarðarsveitar.
20.02.2013