Eyjafjarðarsveit efnir til rafræns kynningarfundar fimmtudagskvöldið 3. apríl kl. 20:00 um innleiðingu svokallaðrar veskislausnar fyrir kaup og umsýslu korta í sund og líkamsrækt íþróttamiðstöðvarinnar og svo fyrir klippikort gámasvæðis.
Á fundinum mun Karl Jónsson forstöðumaður fara yfir þessar breytingar og sýna þátttakendum hvernig þetta nýja fyrirkomulag gengur fyrir sig.
Fundurinn fer fram á Teams og er hlekkur á hann hér neðar í textanum.
Einnig verður hlekkur settur á íbúasíðu Eyjafjarðarsveitar og á Facebook-síður sveitarfélagsins og íþróttamiðstöðvarinnar.