Íþróttamiðstöðin í Eyjafjarðarsveit leitar að samviskusömum og þjónustulunduðum karlkyns einstaklingi í sumarafleysingarstarf sundlaugarvarðar. Starfið er unnið á vöktum og er ráðningartími frá lokum maí og fram í ágúst. Það snýst um öryggisgæslu í sundlaug, þjónustu við gesti, afgreiðslu og þrif.
Í boði er líflegt og skemmtilegt starf, í mjög jákvæðum og skemmtilegum starfsmannahópi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Starfsmaður sinnir öryggisgæslu í sundlaug við sjónvarpsskjá og laug auk eftirlits með öryggiskerfum, eftirliti með íþróttasal og líkamsrækt, afgreiðslu og baðvörslu.
- Starfsmaður sér til þess að húsnæðið og laugarsvæðið sé öruggt, hreint og snyrtilegt og annast þrif samkvæmt þrifaáætlun.
- Starfsmaður hefur umsjón með útleigu, þrifum og frágangi í íþróttasal og líkamsrækt.
- Starfsmaður sinnir einnig tjaldsvæði á opnunartíma þess; afgreiðslu, innheimtu gjalda, þrif og sér til þess að svæðinu sé haldið snyrtilegu.
- Starfsmaður tekur við greiðslum gesta íþróttamiðstöðvarinnar og framkvæmir dagleg uppgjör kassakerfis.
- Starfið felur í sér upplýsingagjöf til ferðamanna og önnur verkefni sem yfirmaður felur.
Menntunar- og hæfniskröfur
Starfsmenn þurfa að ljúka sérhæfðu námskeiði í skyndihjálp og björgun og standast hæfnispróf í sundi. Gerð er krafa um þjónustulund og lipurð í samskiptum, snyrtimennsku og nákvæmni.
Fríðindi í starfi
Starfsfólk hefur aðgang að sundlaug og líkamsrækt á samningstíma.