Fréttayfirlit

Aðalskipulagsbreyting að Syðri-Varðgjá - kynning

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar að Syðri-Varðgjá er til kynningar á vinnslustigi.
16.03.2011

Messa í Kaupangskirkju sunnudaginn 13. mars

Messa verður í Kaupangskirkju næstkomandi sunnudag 13. mars kl. 13.30. Þetta er fyrsti sunnudagur í föstu, verður það íhugunarefni dagsins. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur.
Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur í Eyjafjarðarprófastsdæmi

11.03.2011

Aðstoðarskólastjóri leikskóladeildar ráðinn

Hrund Hlöðversdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri leikskóladeildar við Hrafnagilsskóla. Alls sóttu sex um stöðuna, þar af þrír með meistarapróf og mikla reynslu af skólastarfi.

08.03.2011

Höskuldsstaðir – tillaga að breytingu á aðalskipulagi

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 1. mars.2011, er hér með auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 vegna landnotkunar að Höskuldsstöðum skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

07.03.2011

Aðstoðarskólastjóri leikskóladeildar ráðinn

Hrund Hlöðversdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri leikskóladeildar við Hrafnagilsskóla. Alls sóttu sex um stöðuna, þar af þrír með meistarapróf og mikla reynslu af skólastarfi.

07.03.2011

Messa í Munkaþverárkirkju 6. mars kl. 11

Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar verður haldinn í Munkaþverárkirkju 6. mars kl. 11. Þá mun Kór Hrafnagilsskóla syngja undir stjórn Maríu Gunnarsdóttur, einnig mun sunnudagaskólinn taka þátt með nokkrum af sínum söngvum og fermingarbörnin aðstoða við helgihaldið. Yfirskrift æskulýðsmessunnar er
“Samferða” og verður hún fyrir alla aldurshópa og væri gaman að sjá kynslóðirnar saman við þetta tækifæri í kirkjunni.
Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur í Eyjafjarðarprófastsdæmi

Rúmlega hundrað krakkar í tíu til tólf ára starfi þjóðkirkjunnar og KFUM og KFUK í prófastsdæminu voru á móti í Hrafnagilsskóla 18.-19. febr. Endaði mótið með helgistund í Kaupangskirkju sem krakkarnir höfðu undirbúið.
 

02.03.2011

Tilboð í sorphirðu í Eyjafjarðarsveit

Þriðjudaginn 1. mars 2011 kl. 13:00 voru opnuð tilboð í sorphirðu í Eyjafjarðarsveit 2011-2015 í fundarsal Eyjafjarðarsveitar.

01.03.2011

Tilboð í breytingar á 2. hæð heimavistarhúss Hrafnagilsskóla

Þriðjudaginn 1. mars 2011 kl. 11:00 voru opnuð tilboð í vinnu við breytingar og innréttingar á 2. hæð heimavistarhúss Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit.
01.03.2011

Dalbjörg býður þér í heimsókn

Hjálparsveitin verður með opið hús í Bangsabúð við Steinhóla fyrir sveitunga og velunnara á afmælisdaginn okkar laugardaginn 5. mars frá kl 14:30-17. Við viljum bjóða þér að koma og kynna þér starfsemi hjálparsveitarinnar, auk tækja og búnaðar. Ný endurbættur björgunarsveitarjeppi verður formlega tekinn í notkun. Við hvetjum alla til að heiðra okkur með nærveru sinni þennan dag, þiggja veitingar og njóta dagsins með okkur.

Hlökkum til að sjá ykkur
Hjálparsveitin Dalbjörg Eyjafjarðarsveit.

 

28.02.2011

Fundarboð 399. fundar sveitarstjórnar 1.03.11

399. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi,
þriðjudaginn 1. mars 2011 og hefst kl. 15:00

28.02.2011