Fréttayfirlit

Fundarboð 404. fundar sveitarstjórnar 14.06.11

404. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi,
þriðjudaginn 14. júní 2011 og hefst kl. 15:00.

09.06.2011

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðar

OPIÐ
HVÍTASUNNUDAG              12. JÚNÍ  KL. 10:00 – 20:00
ANNAN HVÍTASUNNUDAG    13. JÚNÍ  KL. 10:00 – 20:00
ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGURINN   17. JÚNÍ  KL. 10:00 – 20:00

 

09.06.2011

Gönguferð um hinn forna kaupstað Gásir. Laugardaginn 11. júní kl. 14

Hvað áttu Þórður kakali og Guðmundur dýri sameiginlegt? Hvað voru Gásir og hverjir komu þangað og hvað gerðu þeir? Langar þig að kynnast sögu kaupstaðarins? Svörin við þessum spurningum fást þegar gengið verður um minjasvæði þessa forna kaupstaðar laugardaginn 11. júní kl 14.

07.06.2011

Fermingar- og hátíðarmessa á hvítasunnudag

Fermingar- og hátíðarmessa á hvítasunnudag verður í Grundarkirkju 12. júní kl. 11. Fermd verða Auðunn Freyr Hlynsson, Kvistur, Ásdís Hrefna V Laufeyjardóttir, Arnarfell 2, Bergljót Gunnarsdóttir, Heiðarlundi 7b, Bjarki Rúnar Sigurðsson, Brúnahlíð 1, Fjölnir Brynjarsson, Hólsgerði, Friðrik Karlsson, Hrafnagilsskóli, Ingvi Guðmundsson, Syðra-Fell, Katla Mjöll Gestsdóttir, Jódísarstaðir 3, Kristjana Líf Arnarsdóttir, Hranastaðir, Monika Rögnvaldsdóttir, Vallartröð 1, Óðinn Snær Óðinsson, Sunnutröð 8 og Örn Ævarsson, Fellshlíð. Kór Lauglandsprestakalls leiðir sönginn undir stjórn Daníels Þorsteinssonar, organista og kórstjóra.
Sr. Guðmundur Guðmundsson

07.06.2011

Lóðir á tilboðsverði - frestur að renna út!

Sveitarstjórn hefur samþykkt að fella niður gatnagerðargjald á lóðum nr. 2, 4, 6  og 8 við Bakkatröð í Reykárhverfi.
Gatnagerðargjaldið er fellt niður tímabundið vegna atvinnuuppbyggingar og er þess í stað óskað eftir tilboði í byggingarrétt á lóðunum.
26.05.2011

Höskuldsstaðir - breyting á aðalskipulagi - deiliskipulag

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 25. maí 2011, er hér með auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi og Eyjafjarðarsveitar 2005-2025, vegna landnotkunar á Höskuldsstöðum og deiliskipulag á sama stað.

26.05.2011

Opnunartími Smámunasafnsins

Smámunasafnið er opið alla daga milli kl. 13 og 18. Fjölbreytt úrval minjagripa, alltaf eitthvað nýtt í Antikhorninu, ískaldur ís frá Holtseli, rjúkandi kaffi og nýbakaðar vöfflur.   Ath. hægt er að kaupa aðgöngumiða sem gildir í eitt ár,  kostar á við tvo aðgöngumiða.   Helgina 25. og 26. júní verður búvélasýning á vegum búvélasafnara við Eyjafjörð og Flóamarkaður á vegum kvenfélagsins Hjálparinnar.
Verið velkomin í óvenjulega heimsókn, sarfsfólk Smámunasafnsins.

25.05.2011

Ársreikningar Eyjafjarðarsveitar 2010

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar sem haldinn var  24. maí  2011,  var ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2010 tekinn til síðari umræðu og samþykktur.

Niðurstaða ársreiknings fyrir árið 2010 sýnir sterka fjárhagsstöðu sveitarfélagsins í erfiðu árferði.

25.05.2011

Tilboð í framkvæmdir á skólalóð og bílastæði við Hrafnagilsskóla

Föstudaginn 20. maí kl. 11:00 voru opnuð tilboð í framkvæmdir á skólalóð og bílastæði við Hrafnagilsskóla.

20.05.2011

Vortónleikar í Aldísarlundi fimmtudaginn 19. maí kl. 14

Kór Hrafnagilsskóla verður með vortónleika sína
fimmtudaginn 19. maí í Aldísarlundi og hefjast þeir kl. 14:00.
Takið með ykkur sessu eða teppi til að sitja á. Endilega komið og njótið þess að hlusta á fallegar barnaraddir í bland við lóusöng og píanóundirleik.
Við hlökkum til að sjá ykkur.
E.s. ef svo ólíklega vildi til að það rigndi þá verða tónleikarnir í Hjartanu í Hrafnagilsskóla.
María Gunnarsdóttir og kórinn

17.05.2011