Hjálparsveitin verður með opið hús í Bangsabúð við Steinhóla fyrir sveitunga og velunnara á afmælisdaginn okkar laugardaginn 5. mars frá kl 14:30-17. Við viljum bjóða þér að koma og kynna þér starfsemi hjálparsveitarinnar, auk tækja og búnaðar. Ný endurbættur björgunarsveitarjeppi verður formlega tekinn í notkun. Við hvetjum alla til að heiðra okkur með nærveru sinni þennan dag, þiggja veitingar og njóta dagsins með okkur.
Hlökkum til að sjá ykkur
Hjálparsveitin Dalbjörg Eyjafjarðarsveit.