Fréttayfirlit

Gatnagerðargjöld - afsláttur


Eyjafjarðarsveit auglýsir lausar til umsóknar 9 lóðir fyrir einbýlishús á einni hæð og 4 lóðir á einni eða tveim hæðum. Skipulagssvæðið liggur norðan Hrafnagilsskóla og austan Eyjafjarðarbrautar vestri.
Gatnagerðargjald fyrir einbýlishús var kr. 4.970.385 en verður kr. 2.485.193- að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
LESA MEIRA
17.05.2010

Eyvindarstaðahlaupið 2010


Eyvindarstaðahlaupið verður nú hlaupið í 3. skipti og það hefur lukkast afar undanfarin 2 ár. Hópurinn sem tekur þátt fer stækkandi og eru þátttakendur ýmist að hlaupa og/eða hjóla. Hlaupið fer fram á morgun, laugardaginn 15.maí.
14.05.2010

Frá Smámunasafni Sverris Hermannssonar

Smámunasafnið opnar 15. maí og verður opið alla daga til 15. september milli kl. 13 og 18. Ný lítil sýning verður í kaffistofunni á munum í eigu Ingibjargar í Gnúpufelli. Kaffi, vöfflur og ís eins og venjulega, í gallerýi eyfirskt handverk og antik munir úr ýmsum áttum.
Verið velkomin í forvitnilega heimsókn, starfsfólk Smámunasafnsins.
Fylgist með á heimasíðu safnsins: http://smamunasafnid.is/
14.05.2010

Sveitarstjórnarkosningar 2010

Sveitarstjórnarkosningar 2010 fara fram laugardaginn 29. maí n.k. Frestur til að skila inn framboðslistum rann út s. l. laugardag 8. maí.
Í Eyjafjarðarsveit verða 2 listar í framboði, F-listinn og H-listinn. Skipan frambjóðenda  á listunum má sjá í tenglum hér að neðan.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir Eyjafjarðarsvæðið fer að vanda fram hjá Sýslumanninum á Akureyri, Hafnarstræti 107, sími 464 6900.

Framboðslistar í Eyjafjarðarsveit 2010:

F-listi

H-listi

11.05.2010

Fréttatilkynning frá F-listanum

F-listinn kynnir framboð til sveitarstjórnarkosninga 2010

Í framboði fyrir F-listann er hópur einstaklinga með breiðan og ólíkan bakgrunn sem á það sameiginlegt að vilja vinna af metnaði og ábyrgð í þágu sveitarfélagsins.
05.05.2010

Fréttatilkynning frá H-listanum


H-listinn kynnir framboð til sveitarstjórnar í Eyjafjarðarsveit fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, en listinn á nú 4 sitjandi fulltrúa af 7 í sveitarstjórn.
30.04.2010

Opnunartími sundlaugar 1. maí


Opið 1. maí frá kl. 10:00 - 17:00

FJÖLSKYLDAN Í SUND
FRÍTT FYRIR 15 ÁRA OG YNGRI

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

30.04.2010

Hjólað í vinnuna

Dagana 5.-25. maí mun vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna standa yfir í áttunda sinn. Keppt verður í 7 fyrirtækjaflokkum um flesta daga og um flesta kílómetra, mælt hlutfallslega miðað við fjölda starfsmanna. Allir sem nýta eigin orku til að koma sér til og frá vinnu geta tekið þátt, hvort sem það er gengið, hlaupið eða hjólað.
Með sumarkveðju, Íþrótta- og tómstundanefnd

29.04.2010

Gatnagerðargjald Reykárhverfi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur breytt 8. gr.  samþykktar um gatnagerðargjald í Reykárhverfi þannig að húsbyggjendur geta nú sótt um mun hærri afslætti frá gjaldskrá en áður var. 

07.04.2010