Þriðjudaginn 1. mars 2011 kl. 13:00 voru opnuð tilboð í sorphirðu í Eyjafjarðarsveit 2011-2015 í fundarsal Eyjafjarðarsveitar.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Frá Íslenska gámafélaginu ehf.
Í fyrsta hluta: sorphirða frá heimilum: kr. 63.491.717-
Í annan hluta - umhleðsla og akstur á Sölvabakka: kr. 6.898.500-
Í þriðja hluta – umsjón gámasvæða: kr. 24.327.575-
Í fjórða hluta – umsjón á gámi undir dýrahræ: kr. 3.321.000-
Frávik 1:
Frávik felst í því að öll ílát í dreifbýli verði staðsett eigi fjær en 20 m frá aðalvegi. Í fyrsta hluta: sorphirða frá heimilum: kr. 49.356.729-
Frávik 2:
Frávik felst í því að ílát undir flokkaðan úrgang í dreifbýli verði öll 660l og sótt á tveggja mánaða fresti. Ílát undir flokkaðan úrgang í þétttbýli verði 240 l og losuð einu sinni í mánuði. Í fyrsta hluta: sorphirða frá heimilum: kr. 57.150.541-
Frá Gámaþjónustu Norðurlands ehf.
Í fyrsta hluta: sorphirða frá heimilum: kr. 34.191.903-
Í annan hluta - umhleðsla og akstur á Sölvabakka: kr. 14.847.105-
Í þriðja hluta – umsjón gámasvæða: kr. 15.684.518-
Í fjórða hluta – umsjón á gámi undir dýrahræ: kr. 5.119.301-
Frávik 1:
Frávik felst í því að ekki er söfnun á lífrænum úrgangi frá heimilum í dreifbýli þar sem stundaður er búskapur: Í fyrsta hluta: sorphirða frá heimilum: kr. 30.989.736.
Frávik 2:
Frávik felst í því að ekki er söfnun á lífrænum úrgangi frá heimilum í dreifbýli þar sem stundaður er búskapur og að sorpílát verði staðsett við heimkeyslu að heimilum í dreifbýli: Í fyrsta hluta: sorphirða frá heimilum: kr. 26.851.872-
Frávik 3:
Frávik felst í því að ef samið verður við tilboðsgjafa um alla 4 verkþætti tilboðsins, hvort heldur sem er aðal- eða frávikstilboð þá er veittur 5% afsláttur af öllum verkþáttum.
Frá Vegun ehf.
Í þriðja hluta – umsjón gámasvæða: kr. 5.880.900-
Í fjórða hluta – umsjón á gámi undir dýrahræ: kr. 3.027.522-
Frá Sorpflutningum ehf.
Í fyrsta hluta: sorphirða frá heimilum: kr. 60.182.500-
Í annan hluta - umhleðsla og akstur á Sölvabakka: kr. 20.024.840-
Í þriðja hluta – umsjón gámasvæða: kr. 17.052.130-
Í fjórða hluta – umsjón á gámi undir dýrahræ: kr. 1.742.500-
Frá Jóni Byggi ehf.
Í annan hluta - umhleðsla og akstur á Sölvabakka: kr. 47.133.180-
Í þriðja hluta – umsjón gámasvæða: kr. 170.188.396-
Í fjórða hluta – umsjón á gámi undir dýrahræ: kr. 4.958.335-
Frávik 1:
Frávik felst í að samið verði við bjóðanda í alla verkþætti, sem hann býður í:
Í annan hluta - umhleðsla og akstur á Sölvabakka: kr. 20.280.495-
Í þriðja hluta – umsjón gámasvæða: kr. 161.167.415-
Í fjórða hluta – umsjón á gámi undir dýrahræ: kr. 3.615.749-