Fréttayfirlit

Smámunasafnið - einstakur gullmoli

Eitt óvenjulegasta og skemmtilegasta safn landsins er til húsa í Sólgarði í Eyjafjarðarsveit. Smámunasafn Sverris Hermannssonar húsasmíðameistara var opnað 2003 og hefur aðsóknin aukist jafnt og þétt síðan. Á Smámunasafninu er ótal margt að sjá, allt frá hundruðum blýantsstubba, nagla og lykla til búsáhalda, verkfæra og hurðarhúna.

Viðtal við Guðrúnu Steingrímsdóttur safnstjóra Smámunasafnsins má lesa í Morgunblaðinu á morgun, laugardag.

Smelltu hér til að sjá fréttina  

 

05.08.2011

Handverkshátíðin hafin

Handverkshátíðin hófst með ávarpi Ragnheiðar Jónu Ingimarsdóttur menningarfulltrúa Eyþings skömmu fyrir hádegi í dag.
05.08.2011

Veðrið leikur við okkur á degi uppsetningar

handverkshatid_minni6_120Nú er allt komið á fullt við uppsetningu á sýningarsvæði Handverkshátíðar við Hrafnagilsskóla - það er hreint yndislegt að kíkja þangað á degi uppsetningar, brosandi andlit sveitunga og sýnenda mæta manni alls staðar á iðandi sýningarsvæðinu, margar hendur vinna létt verk er það sem gildir - vá stemningin.   Veðrið gæti ekki verið betra - logn, léttskýjað og 17 stiga hiti - veðurspáin lofar fínu veðri hátíðardagana.  Þið getið nálgast dagskrá hátíðarinnar hér á heimasíðu hátíðarinnar undir Dagskrá  

Opið klukkan 12-19 á morgun föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag.

04.08.2011

Opið í sund alla Handverkshátíðarhelgina

Föstudaginn og mánudaginn kl. 06:30 - 22:00
Laugardaginn og sunnudaginn kl. 10:00 - 20:00

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar við Hrafnagilsskóla
03.08.2011

Handverkshátíð 2011

Handverkshátíð 2010Handverkshátíðin 2011 verður formlega sett á föstudaginn 5. ágúst n.k. og mun standa til mánudagsins 8. ágúst.

Heimasíða hátíðarinnar er  www.handverkshatid.is og nánari upplýsingar má einnig fá hjá Ester Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra hátíðarinnar í síma 824 2116.

02.08.2011

Opnunartími sundlaugar um verslunarmannahelgina

Sundlaugin verður opin alla verslunarmannahelgina

laugardag til mánudags frá kl. 10:00 - 20:00.

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

27.07.2011

Miðaldadagar á Gásum 16. – 19. júlí

Miðaldadagar 2010 - Mynd: akureyri.is Þung högg eldsmiðsins og  háreysti kaupmanna í bakgrunni ásamt sverðaglamri kappsfullra fornmanna blandast hlátrasköllum barna  á MIÐALDADÖGUM  á Gásum í Eyjafirði 16.-19. júlí. Þetta er hluti af þeirri miðaldamynd sem gestir geta upplifað þar.  Á MIÐALDADÖGUM færist líf í Gásakaupstað sem var forn verslunarstaður á miðöldum. Handverksfólk, íklætt miðaldaklæðnaði, vinnur að leður- og vattarsaumi, jurtalitun, reipisgerð, tálgun í tré, spjaldvefnaði, boga- og örvagerð svo eitthvað sé nefnt.

14.07.2011

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Eyjafjarðarsveit hefur flutt sveitarskrifstofu sína frá Syðra-Laugalandi í nýuppgert húsnæði að Skólatröð 9, áður heimavist Hrafnagilsskóla.

Vert er að vekja athygli á nýju símanúmeri skrifstofunnar sem er 463 0600, en netfang skrifstofu er óbreytt, esveit@esveit.is

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

22.06.2011

Ný skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar opnar á morgun, þriðjudaginn 21. júní í nýju húsnæði að Skólatröð 9 (heimavistarhúsi Hrafnagilsskóla). 
Nýtt símanúmer skrifstofu verður 463 0600 en í dag má ná í sveitarstjóra Jónas Vigfússon í gsm: 861 8286 og skrifstofustjóra Stefán Árnason í gsm: 864 6444.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

20.06.2011

Flutningur á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður lokuð  miðvikudaginn 15. júní  og  fimmtudaginn 16. júní  n.k.   Mánudaginn 20. júní  opnar skrifstofan  í nýju húsnæði að Skólatröð 9  ( heimavistarhús Hrafnagilsskóla ).   Opnunartími skrifstofu verður óbreyttur þ.e.  frá   kl. 10 – 14.  Nýtt símanúmer skrifstofu verður  463-0600.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

10.06.2011