Fréttayfirlit

Allra heilagra messa


Á allra heilagra messu sunnudaginn 7. nóvember verður kvöldmessa í Munkaþverárkirkju með altarisgöngu kl. 21. Minnst verður látinna og beðið fyrir syrgjendum. Kórinn hefur æft upp söngdagskrá og verður flutt Credó úr Munkaþverárhandrituna frá 1473. Daníel Þorsteinsson, organisti, kynnir hér þetta verk í stuttum pistli og annan tónlistarflutning:

"Grúskað í fornum skinnhandritum:
Kirkjukór Laugalandsprestakalls flytur hluta af Credo in unum deum eða Trúarjátninguna úr Munkaþverárhandritinu frá 1473. Skinnhandrit þetta fannst hjá almúgabónda einum í Eyjafirði og barst þaðan til Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn árið 1715. Handritið, sem talið er skrifað af Jóni Þorlákssyni í klaustrinu á Munkaþverá, er einhver fyrsta heimild um raddaðan söng á Norðurlöndum og í raun einskonar afsprengi Gregorsöngs og hins rammíslenska tvísöngs.
 
Að auki mun kórinn flytja tvo sálma séra Hallgríms Péturssonar Nú vil ég enn í nafni þínu og Kvöldvers, enskan kórvesper eða aftansöng við 23. Davíðssálm, Ave Maria eftir Nyberg og lag Beethovens Hljóða nótt."

Nánari upplýsingar: smellið á eftirfarandi link:
Fréttabréf Laugalandsprestakalls á pdf formi.

03.11.2010

Messa í Hólakirkju sunnudaginn 31. október kl. 11


Messa í Hólakirkju sunnudaginn 31. október kl. 11 - Siðbótardagurinn
Kór Lauglandsprestakall syngur undir stjórn Daníels Þorsteinssonar.
Fermingarbörn aðstoða við messuna.
Ræðuefni: Sólirnar þrjár
Prestur: Sr. Guðmundur Guðmundsson
Upplýsingar um kirkjustarfið á vefslóðinni: www.kirkjan.is/laugalandsprestakall
28.10.2010

Skoðanakönnun um sorphirðumál í Eyjafjarðarsveit

Skoðanakönnunin sem er aftan á Auglýsingablaði 564. tbl. 22.10.2010, er hægt að nálgast hér.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

22.10.2010

Svifvængjasetur Norðurlands

Félagar hjá Svifvængjasetri Norðurlands www.paragliding.is fengu afnot af flugvellinum á Melgerðismelum fyrir skömmu, til að draga sig upp á svifvængjum. Sendu félagarnir þetta myndband til að sýna frá þessum atburði.
http://www.vimeo.com/15765917

14.10.2010

Messa í Grundarkirkju sunnudaginn 17. október kl. 11

Messa í Grundarkirkju sunnudaginn 17. október kl. 11
Kór Lauglandsprestakalls flytur söngva úr nýjasta Söngvasveignum undir stjórn Daníels Þorsteinssonar
Ræðuefni: Ókeypis - Guð
Prestur: Sr. Guðmundur Guðmundsson

Upplýsingar um kirkjustarfið á vefslóðinni: www.kirkjan.is/laugalandsprestakall

13.10.2010

Félögin unnu óeigingjarnt starf á Handverkssýningunni 2010

Á síðastliðnum sveitarstjórnarfundi var samþykkt tillaga sýningarstjórnar Handverkssýningarinnar 2010, að úthluta ágóða sýningarinnar eða um þrem milljónum króna á milli þeirra félaga sem að sýningunni unnu og þeirri fjárhæð skipt á milli þeirra eftir vinnuframlagi. Þau félög sem um ræðir eru: Hestamannafélagið Funi, Kvenfélögin Aldan-Voröld, Hjálpin og Iðunn, UMF. Samherjar, Hjálparsveitin Dalbjörg og Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi.
Einnig var samþykkt að Handverkssýningin 2011 verði með svipuðu sniði og 2010 og að sýningarstjórn Handverkssýningarinnar verði óbreytt.

Á myndinni má sjá fulltrúa áðurnefndra félaga, ásamt sýningarstjórn Handverkshátíðar 2010, við þetta tilefni.
07.10.2010

Konukvöld í Blómaskálanum Vín

Föstudaginn 1.október, húsið opnar kl. 21:00. Aðgangur ókeypis.
Fordrykkur í boði á meðan birgðir endast. Tískusýning frá Gallabuxnabúðinni með nýjustu kvensniðunum í gallabuxum frá Bessie. Skór frá Mössubúð. Orkulundur kynnir Yoga, hómópata ofl. Spámiðill Jóna Friðriks les frítt í Tarotspil. Hár og Heilsa með nýjasta í hári og förðun. Danssýning frá Príma MA. Forever Living kynning, sjálfstæður söluaðili Sigrún L. Sigurðard.
Happadrætti og óvæntur glaðningur.
Sjá nánari auglýsingu hér.
Gallabuxnabúðin, Hafnarstræti 106, göngugötunni Akureyri, Sími: 463 3100

01.10.2010

Kvöldmessa í Kaupangskirkju sunnudaginn 3. okt. kl. 21

Kór kirkjunnar undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista leiðir söng.
Notalega kvöldkyrrð í kirkjunni.
Ræðuefni: Tíu boðorð á 21. öld.
Prestur: Sr. Guðmundur Guðmundsson

Ljósmynd: Friðjón Árnason Melgerði, Lundareykjardal, Borgarfirði
29.09.2010

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar, vetraropnunartími

Mánudaga frá kl. 9:00-12:45 og 13:00-16:00.
Þriðjudaga frá kl. 9:00-12:45.
Miðvikudaga frá kl. 9:00-12:45.                                          
Fimmtudaga frá kl. 9:00-12:45.
Föstudaga frá kl. 9:00-12:45.
Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns eða lestrar á staðnum.
Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan.  Ekið er niður með skólanum að norðan.  Einnig er hægt að ganga um sundlaugarinngang og þaðan niður á neðri hæð.
Sími bókasafnsins er 464-8102

28.09.2010

Hrossasmölun 2010

Hér fyrir neðan eru gangnaseðlar fyrir hrossasmölun 2010.

Hrossasmölun Hrafnagilsdeild

Hrossasmölun Öngulsstaðadeild

Hrossasmölun Saurbæjardeild

23.09.2010