Allra heilagra messa
Á allra heilagra messu sunnudaginn 7. nóvember verður kvöldmessa í Munkaþverárkirkju með altarisgöngu kl. 21. Minnst verður látinna og
beðið fyrir syrgjendum. Kórinn hefur æft upp söngdagskrá og verður flutt Credó úr Munkaþverárhandrituna frá 1473. Daníel
Þorsteinsson, organisti, kynnir hér þetta verk í stuttum pistli og annan tónlistarflutning:
"Grúskað í fornum skinnhandritum:
Kirkjukór Laugalandsprestakalls flytur hluta af Credo in unum deum eða
Trúarjátninguna úr Munkaþverárhandritinu frá 1473. Skinnhandrit þetta fannst hjá almúgabónda einum í Eyjafirði og barst þaðan til
Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn árið 1715. Handritið, sem talið er skrifað af Jóni Þorlákssyni í klaustrinu á
Munkaþverá, er einhver fyrsta heimild um raddaðan söng á Norðurlöndum og í raun einskonar afsprengi Gregorsöngs og hins rammíslenska
tvísöngs.
Að auki mun kórinn flytja tvo sálma séra Hallgríms Péturssonar Nú vil ég enn í nafni þínu og Kvöldvers, enskan kórvesper eða
aftansöng við 23. Davíðssálm, Ave Maria eftir Nyberg og lag Beethovens Hljóða nótt."
Nánari upplýsingar: smellið á eftirfarandi link:
Fréttabréf Laugalandsprestakalls á pdf
formi.