Hrund Hlöðversdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri leikskóladeildar við Hrafnagilsskóla. Alls sóttu sex um stöðuna, þar af þrír með meistarapróf og mikla reynslu af skólastarfi.
Hrund er með leyfisbréf á leikskólastigi en er menntaður grunnskólakennari með 14 ára reynslu, þar af 10 ára stjórnunarreynslu, aðallega á yngsta stigi grunnskólans. Hún skrifaði lokaverkefni sitt í KHÍ um leik 5 og 6 ára barna og mikilvægi hans í starfi leik- og grunnskóla. Hrund er boðin velkomin til starfa og mun fara í fullt starf frá og með 2. maí.- Stjórnsýsla
- Stjórnkerfi
- Skjöl og útgefið efni
- Fundargerðir
- Fjárhagsáætlun
- Ársreikningar
- Gjaldskrár
- Samþykktir
- Ábendingar
- Umsóknir
- • Íþrótta- og tómstundastyrkur
- • Lýðheilsustyrkur eldri borgara
- • Keppnis- og æfingaferðir
- • Heimaþjónusta
- • Skóladvöl utan sveitarfélags
- • Leikskóladvöl utan sveitarfélags
- • Starfsumsókn
- • Leyfi til hunda- og kattahalds
- • Umsókn um leiguhúsnæði
- • Félagslegt leiguhúsnæði
- • Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning
- • Umsókn um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli
- • Umsókn um leyfi til búfjárhalds í Eyjafjarðarsveit
- • Umsókn um akstursþjónustu
- • Umsókn um styrk til menningarmála
- • Umsókn um leyfi til að starfrækja dýrahótel/dýraathvarf í Eyjafjarðarsveit
- • Umsókn um styrk vegna varmadælu
- Annað útgefið efni
- Eyjafjarðarsveit
- Skipulags- og byggingarmál
- Þjónusta
- Mannlíf