Fréttayfirlit

Efnistökusvæði í Eyjafjarðarsveit – breyting á aðalskipulagi

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar, 18. janúar 2011, er hér með auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 vegna efnistökusvæða, skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og umhverfisskýrsla áætlunarinnar skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
21.01.2011

Aðalskipulagsbreyting á Höskuldsstöðum - kynning

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar á Höskuldsstöðum er til kynningar á vinnslustigi.
10.01.2011

Aðalskipulagsbreyting á Höskuldsstöðum - kynning

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar á Höskuldsstöðum er til kynningar á vinnslustigi.

10.01.2011

Arnarholt í Leifsstaðabrúnum - deiliskipulag

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 10. desember 2010, er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi 4 frístundalóða á Arnarholti, skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
10.01.2011

Arnarholt í Leifsstaðabrúnum - deiliskipulag

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 10. desember 2010, er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi 4 frístundalóða á Arnarholti, skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
10.01.2011

Jólakveðja

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar og starfsfólk á skrifstofu sveitarfélagsins, senda öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Sveitarstjórn og starfsfólk á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar

22.12.2010

Helgihald um jólin í Eyjafjarðarsveit


Aðfangadagskvöld 24. desember -Hátíðarmessa í Grundarkirkju kl. 22:00
Jóladagur 25. desember -Hátíðarmessa í Kaupangskirkju kl. 11:00 og í Munkaþverárkirkju kl. 13:30.
Annar í jólum 26. desember -Barnamessa í Hólakirkju kl. 11:00 og helgistund í Saurbæjarkirkju kl. 13:30.
Nánari upplýsingar: http://kirkjan.is/laugalandsprestakall
Sr. Guðmundur Guðmundsson
16.12.2010

Fjárhagsáætlun 2011

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2011 var tekin til síðari umræðu 10. desember s.l.   Fjárhagsáætlun ársins 2011 gerir ráð fyrir hallalausum rekstri.
14.12.2010

BÓKASAFN EYJAFJARÐARSVEITAR

Bókasafnið fer í jólafrí föstudaginn 17. desember.

Í næstu viku er opið eins og venjulega:
Mánudag kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00
Þriðjudag til föstudags kl. 9:00-12:30

Á milli jóla og nýárs er opið:
Miðvikudaginn 29. desember kl. 14:00-16:00

Safnið opnar aftur eftir áramót:
Mánudaginn 3. janúar kl. 9:00 -12:00 og 13:00-16:00

Eftir það er opið eins og venjulega.

Jólakveðjur frá bókasafninu, bókavörður

09.12.2010

Kynningar - fundur um breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar, mánudaginn 6.12.2010 kl. 20.30

Efnistökusvæði í Eyjafjarðarsveit - Kynningarfundur um breytingu á aðalskipulagi mánudaginn 6. desember kl. 20:30 verður haldinn í Hrafnagilsskóla 

Markmið tillögunnar er að ná heildarsýn yfir efnistöku innan sveitarfélagsins, tryggja framboð efnis en jafnframt stýringu á efnistöku, með tilliti til verndar og viðhaldi lífríkis. Reynt skal að hafa vegalengdir vegna efnisflutninga sem styttstar en að efnistaka sé þó á tiltölulega fáum stöðum í einu.
Skipulagsnefnd

06.12.2010