Fréttayfirlit

Straumleysi

Straumlaust verður á morgun, fimmtudaginn 12. nóvember, milli kl. 13 og 16 í Fnjóskadal og efri hluta Svalbarðsstrandar/Vaðlaheiðar (sjá kort) vegna vinnu við háspennukerfið. Nánari upplýsingar veitir svæðisvakt RARIK Norðurlandi í s. 528-9690
11.11.2015

Auglýst er eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE

UMSE auglýsir eftir umsóknum í Afreksmannasjóð UMSE. Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga eða hópa, innan UMSE, sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni. Umsóknarfrestur er til og með 1.desember næst komandi og verður úthlutað úr sjóðnum 15.desember.
10.11.2015

Straumleysi

Straumlaust verður í nótt, aðfaranótt 6. nóvember, frá miðnætti til kl. 4 í vestanverðum Eyjafirði frá Kjarnaskógi/Hvammi að Miklagarði vegna vinnu við háspennukerfið.
05.11.2015

Straumlaust í Eyjafirði 30. október

Straumlaust verður í Eyjafirði innan við Háls og Gnúpufell að Tjörnum föstudaginn 30. október frá kl.10.00-14.00 vegna vinnu við háspennukerfið. Beðist er velvirðingar á óþægindum vegna þessa. Nánari upplýsingar veitir svæðisvakt RARIK Norðurlandi í s. 528-9690
29.10.2015

Lóðir á tilboði í Hrafnagilshverfi

Í Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit eru til sölu lóðir við Bakkatröð. Í innan við 300 m fjarlægð eru grunnskóli, leikskóli, tónlistarskóli, íþróttahús og sundlaug. Eyjafjarðarsveit er blómlegt sveitarfélag þar sem búa rúmlega 1000 manns bæði í dreifbýli og þéttbýli. Sveitarfélagið stendur vel og veitir íbúum góða þjónustu.
27.10.2015

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða starfsmann í blönduð störf

Um er að ræða 100% starf frá 1. nóvember. Leitað er eftir starfsmanni sem hefur: • Mikinn áhuga á uppeldi og menntun barna • Ánægju af starfi með börnum • Góða samskipta- og samstarfshæfileika • Áhuga á faglegri uppbyggingu leikskólastarfs Krummakot er þriggja deilda leikskóli staðsettur í Hrafnagilshverfinu, 10 km sunnan Akureyrar. Fjöldi nemenda er rúmlega fimmtíu og deildir aldursskiptar. Verið er að innleiða Jákvæðan aga og markvisst unnið með læsi, dygðir, umhverfisstarf, hreyfingu og tónlist.
19.10.2015

Þjóðbúningasaumur á Laugarlandi í Eyjafirði

Fjölmargir hrífast af íslenska þjóðbúningnum. Handverkið að baki búningunum heillar marga og hópur þeirra sem velur að gera sinn eigin búning fer vaxandi. Áhugasamir um þjóðbúningasaum á Eyjafjarðarsvæðinu eiga þess kost að taka þátt í helgarnámskeiðum á Laugarlandi í vetur. Stefnt er að því að fjórar helgar á vetri verði kennsluhelgar. Námskeið í þjóðbúningasaumi frá grunni, þ.e. að sauma peysuföt eða upphlut, er fjórar helgar og því er kjörið að nota tækifærið og koma sér upp búningi með því að taka þátt.
12.10.2015

FUNDARBOÐ 470. fundar sveitarstjórnar

470. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 14. október 2015 og hefst kl. 15:00
09.10.2015

Starf í leikskólanum Krummakoti auglýst til umsóknar

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða leikskólakennara eða starfsmann með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi með leikskólabörnum. Um er að ræða 100% starf frá 1. nóvember eða fyrr. Leitað er eftir starfsmanni sem hefur: • Mikinn áhuga á uppeldi og menntun barna • Ánægju af starfi með börnum • Góða samskipta- og samstarfshæfileika • Áhuga á faglegri uppbyggingu leikskólastarfs
06.10.2015

Samantekt um stöðu landbúnaðar og matvælaframleiðslu við Eyjfjörð

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 30. september 2015 var á dagskrá samantekt Hólmgeirs Karlssonar, varaoddvita um stöðu landbúnaðar og matvælaframleiðslu við Eyjafjörð. Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða: Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar skorar á þingmenn að taka málið upp og að þessir samningar um tollaniðurfellingu verði ekki staðfestir af Alþingi nú, en þess í stað einbeiti menn sér að því strax á haustþingi að undirbúa nýja samninga um starfsskilyrði landbúnaðarins til lengri tíma, en núverandi samningar (búvörusamningur) renna út í lok næsta árs. Tollamál eru og hafa verið hluti af þeim samningum og því rökrétt að ákvarðanir um breytingar á þeim verði teknar samhliða gerð nýrra samninga við greinina til lengri tíma.
01.10.2015