Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 30. september 2015 var á dagskrá samantekt Hólmgeirs Karlssonar, varaoddvita um stöðu landbúnaðar og matvælaframleiðslu við Eyjafjörð.
Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða:
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar skorar á þingmenn að taka málið upp og að þessir samningar um tollaniðurfellingu verði ekki staðfestir af Alþingi nú, en þess í stað einbeiti menn sér að því strax á haustþingi að undirbúa nýja samninga um starfsskilyrði landbúnaðarins til lengri tíma, en núverandi samningar (búvörusamningur) renna út í lok næsta árs. Tollamál eru og hafa verið hluti af þeim samningum og því rökrétt að ákvarðanir um breytingar á þeim verði teknar samhliða gerð nýrra samninga við greinina til lengri tíma.