Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða aðstoðarleikskólastjóra fyrir leikskólann Krummakot. Um er að ræða 100% stöðu frá 8. ágúst 2016. Leitað er að einstaklingi sem er framsýnn í skólamálum og býr yfir góðri leiðtoga- og samskiptahæfni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
-Leyfisbréf sem leikskólakennari.
-Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða reynsla af stjórnun er æskileg.
-Reynsla af kennslu, deildarstjórn og vinnu með börnum.
-Leiðtogahæfileikar, metnaður, hugmyndaauðgi og skipulagshæfni.
-Framúrskarandi hæfni í samskiptum.
Krummakot vinnur markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnustaðnum og hvetur karla jafnt sem konur að sækja um starfið. Það er til samræmis við jafnréttislög nr. 10/2008
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags stjórnenda í leikskólum og Launanefndar sveitarfélaga.
Upplýsingar um starfið veitir Hugrún Sigmundsdóttir leikskólastjóri í símum 464 8120 og 892 7461 eða í gegnum netfangið hugruns@krummi.is. Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Einnig nöfn meðmælenda sem hafa má samband við.
Umsóknarfrestur er til og með 30. maí. Umsóknum skal skilað á netfangið krummakot@krummi.is