Fréttayfirlit

Fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Næsti fundur sveitarstjórnar Eyjafjaraðrsveitar verður haldinn miðvikudaginn 24.febrúar 2016 kl. 15.00. Fundurinn fer fram í fundarstofu 2, Skólatröð 9.
17.02.2016

Ferðaþjónar í Eyjafjarðarsveit efla vetrarferðaþjónustu svæðisins með föstudagsopnunum

Ferðaþjónar í Eyjafjarðarsveit, félagar í Ferðamálafélagi Eyjafjarðarsveitar hafa tekið saman höndum um að stíga fyrsta skrefið í að efla vetrarferðaþjónustu svæðisins. Hleypt hefur verið af stokkunum sérstöku opnunarátaki þar sem ferðaþjónustuaðilar opna dyr sínar á föstudögum milli kl. 14 og 18. Eftir það munu veitingastaðirnir Lamb Inn og Silva verða opnir til skiptis þessa daga frá kl. 18 – 20.
02.02.2016

Baggaplast söfnun dregst um 1-2 daga af óviðráðanlegum ástæðum

Tilkinning frá Gámaþjónustu Norðurlands: Af óviðráðanlegum ástæðum dregst söfnun á baggaplasti um 1-2 daga.
02.02.2016

Fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Næsti fundur sveitarstjórnar Eyjafjaraðrsveitar verður haldinn miðvikudaginn 3.febrúar 2016 kl. 15.00. Fundurinn fer fram í fundarstofu 2, Skólatröð 9.
01.02.2016

Uppbyggingarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningar

Uppbyggingasjóður Norðurlands eystra veitir verkefnastyrki til menningarverkefna og stofn og rekstrarstyrki til menningarmála. Sjóðurinn er hluti af samningi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019. Í ár lítur uppbyggingasjóður sérstaklega til verkefna sem jafna stöðu kynjanna og aldurshópa á svæðinu. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar. Tilkynnt verður um úthlutun í apríl.
26.01.2016

Tekist á við sykurpúkann

Í kjölfar mikillar umræðu um óhollustu sykurs hefur Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar tekið þá ákvörðun að selja ekki sælgæti fyrr en eftir kl. 16.30 virka daga. Þá hafa börnin okkar lokið skóla, vistun auk flestra íþróttaæfinga. Vonum við að þetta hjálpi okkur í baráttunni við sykurpúkann og þannig getum við í sameiningu öðlast enn heilabrigðara samfélag.
20.01.2016

Handverk og landbúnaður á glæsilegri sýningu við Hrafnagil

Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla verður haldinn í 24. sinn dagana 4. – 7. ágúst næstkomandi. Á sama tíma fer fram Landbúnaðarsýning þar sem söluaðilar og bændur munu taka höndum saman um að kynna helstu nýjungar í íslenskum landbúnaði. Samhliða sýningunum verða hinar ýmsu uppákomur í sveitinni bæði innan sýningarsvæðisins og utan þess. Framkvæmdastjórar sýningarinnar eru Katrín Káradóttir og Guðný Jóhannesdóttir og lofa þær stöllur að innan svæðisins muni öll fjölskyldan finna eitthvað við sitt hæfi. Það er því um að gera að taka helgina frá enda búið að panta hið rómaða eyfirska blíðviðri.
19.01.2016

Íþróttamaður UMSE 2015

Fimmtudaginn 14. janúar var kjöri íþróttamanns UMSE lýst í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit. Veittar voru viðurkenningar til yfir 30 íþróttamanna fyrir árangur sinn á árinu 2015. Ólöf María Einarsdóttir, golfkona, var kjörin íþróttamaður UMSE 2015. Þetta er annað árið í röð sem hún hlýtur titilinn. Við þetta tækifæri var undirritaður samstarfssamningur milli UMSE og Eyjafjarðarsveitar sem gildir til næstu fjögurra ára. Það voru Sigurður Eiríksson, varaformaður UMSE og Karl Frímannsson sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar sem undirrituðu samninginn.
18.01.2016

Upplýsingar frá Tyrggingastofnun varðandi barnalífeyri vegna náms/starfsþjálfunar.

Umsókn um barnalífeyri vegna náms eða starfsþjálfunar og framlag vegna náms eða starfsþjálfunar fer fram rafrænt á vef Tryggingastofnunar, tr.is, Mínar síður. Með umsókn þarf að fylgja skólavottorð sem sýnir í hve mikið nám umsækjandi er skráður. Barnalífeyri vegna náms eða starfsþjálfunar þarf að sækja um á hverri önn og á skólavottorði þarf að koma fram námsárangur á síðustu önn ásamt staðfestingu á fjölda eininga á næstu önn. Mánaðarleg upphæð greiðslna á árinu 2016 er 29.469 kr.
14.01.2016

Snjómokstur 14.1.2016

Vegagerðin ráðgerir að hefja snjómokstur sunnan Miðbrautar við Hrafnagilshverfi fyrir hádegi í dag, 14.janúar 2016.
14.01.2016