Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2015 var afgreiddur á fundi sveitarstjórnar 18. maí 2016. Rekstur Eyjafjarðarsveitar gekk vel á árinu 2015.
Heildartekjur A og B hluta voru 893,5 millj. og sem er 8% hækkun frá fyrra ári. Heildarútgjöld án fjármagnsliða voru 843,5 millj. sem er hækkun um 6,7%. Fjármagnsliðir voru 10,8 millj. og rekstarafgangur 39,2 millj. Rekstrarniðurstaða ársins var í samræmi við áætlun ársins sem gerði ráð fyrir 38 millj.
Kennitölur úr rekstri sveitarfélagsins bera vott um mjög sterka stöðu.
Veltufé frá rekstri var 71,2 millj. sem eru 8% af rekstrartekjum. Skuldaviðmið er 32,6 % en í lögum er kveðið á um að hámarksviðmiðið sé 150%.
Fræðslumál eru stærsti málaflokkurinn en til hans runnu 479,4 millj. á árinu 2015 eða 62,5% af skatttekjum. Íþrótta- og tómstundamál er næst stærsti málaflokkurinn en til þeirra mála var varið um 88,9 millj. eða 11,6% af skatttekjum.
Um 28,1 millj. var varið í fjárfestingar á árinu 2015. Ekki voru tekin ný lán á árinu 2015 en eldri lán voru greidd niður um 27,2 millj. Handbært fé í árslok var 106,9 millj. Íbúar Eyjafjarðarsveitar voru 1.033 í lok ársins 2015
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600.