Fréttayfirlit

Skólasetning Hrafnagilsskóla

Hrafnagilsskóli verður settur þriðjudaginn 25. ágúst í íþróttahúsinu kl. 10:00. Að lokinni setningu fara nemendur og foreldrar á fund með umsjónakennara. Skólastarf hefst svo samkvæmt stundatöflu 26. ágúst nema hjá nemendum 1. bekkjar sem byrja fimmtudaginn 27. ágúst.
20.08.2009

20 þúsund heimsóknir á Handverkshátíð

Eftir mánudag á Handverkshátíð hafa heimsóknir á hátíðina farið nærri 20 þúsund sem má telja algert aðsóknarmet.  Bros á hverju andliti í blíðskaparveðri skapaði einstaka stemningu.  Sjá fréttir af hátíðinni á www.handverkshatid.is

handverkshatid2009_400
13.08.2009

Metaðsókn á Handverkshátíð

Hátíðin er opin í dag mánudag kl. 12-19.

Metaðsókn var á hátíðina um helgina því 15.000 manns hafa sótt hátíðina heim.

Bros á hverju andliti í 20 stiga hita og sól hefur skapað frábæra stemningu á hátíðarsvæðinu.

Hönnunarsamskeppni um nýsköpun í ullarvörum var í tengslum við sýninguna og þá þótti við hæfi að sýna rúning á ullinni.  Birgir Arason rúningsmaður sýnir daglega vélrúning og fékk um helgina til liðs við sig konur í sveitinni með rokkinn og sátu þær við spuna.

Margt er um óvenjulegt hráefni á svæðinu sem hefur vakið eftirtekt.  Tískusýningar, fyrirlestrar og námskeið krydda dagskrána í hvívetna.

Að þessu sinni er staðið að hátíðinni á annan máta en verið hefur því félögin í sveitinni hafa lagt hönd á bagga.  Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi, þrjú kvenfélög Aldan/Voröld, Hjálpin og Iðunn, Ungmennafélagið Samherjar og Hjálparsveitin Dalbjörg ásamt gríðarlegum fjölda tónlistarfólks og skemmtikrafta, allt fólk sem tengist Eyjafjarðarsveit á einn eða annan hátt.

Handverkskona ársins 2009 var verðlaunuð á kvöldvöku á laugardagskvöldinu og þann titil hlaut Guðrún Ásgerður Steingrímsdóttir handverkskona með meiru.

Síðasti opnunardagur vel heppnaðrar sýningar er í dag, mánudag milli 12-19.

Handverkskona ársins 2009 - Guðrún Á. Steingrímsdóttir 

10.08.2009

UNDIR KREPPUNNI KRAUMAR KRAFTUR

Á fjórða hundrað innsend verk í hönnunarsamkeppnina Þráður fortíðar til framtíðar, bera vitni um feikilegan sköpunarkraft og hugvit. Dómnefnd hefur tilnefnt 10 verk til úrslita. Vinningshafar verða tilkynntir á Handverkshátíðinni að Hrafnagili laugardaginn 8. ágúst.

Meðfylgjandi er mynd af vesti og húfu eftir Vilborgu Ástráðsdóttur sem er verk tilnefnt til verðlauna.

vestioghufa_400 

27.07.2009

Handverkshátíð 2009


Handverkshátíð 2009 verður haldin dagana 7.-10. ágúst


Setning hátíðarinnar verður föstudaginn 7. ágúst klukkan 11:30 að morgni við Hrafnagilsskóla. Athugið breyttan opnunartíma en hátíðin er opin föstudag til mánudags að þessu sinni frá klukkan 12:00-19:00 alla dagana.
16.07.2009

Félagsaðstaða aldraðra

Félag aldraðra í Eyjafirði tók þann 11. júní s. l. formlega við lyklavöldum í glæsilegri félagsaðstöðu sem innréttuð hefur verið í húsnæði sem áður hýsti heimavist Hrafnagilsskóla.
23.06.2009

Laugafell deiliskipulag hálendismiðstöðvar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með eftirfarandi tillögu að deiliskipulagi samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997  með síðari breytingum.


Deiliskipulag hálendismiðstöðvar í Laugafelli.
Staðurinn er á bakka Laugakvíslar norðan Laugafells norðaustan Hofsjökuls í um 735 m hæð yfir sjávarmáli. Á svæðinu eru nú fimm mannvirki, gistiskálar, þjónustuhús og geymsla svo og tjaldsvæði. Svæðið er um 20 km suður af botni Eyjafjarðardals og um 15 km norðaustan Hofsjökuls.
Skipulagssvæðið er um 8,9 ha að flatarmáli og er afmörkun þess sýnd á skipulagsuppdrætti. Það svæði, sem sem nýtt er undir mannvirki, t.d. skála, bílastæði og tjaldsvæði (mannvirkjasvæði), er um 2,9 ha.

Deiliskipulagstillaga

Greinargerð með deiliskipulagstillögu

Tillagan ásamt greinargerð verða til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar frá og með 26.  júní 2009.
Hverjum þeim aðila sem sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar.

Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar er til og með 7. ágúst 2009. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögunar fyrir auglýstan frest telst samþykkur þeim.

Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar

23.06.2009

Leifsstaðir deiliskipulag frístundasvæðis

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með eftirfarandi tillögu að deiliskipulagi samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997  með síðari breytingum.

Deiliskipulagsbreyting frístundasvæðis í landi Leifsstaða
Með breytingunni er gert ráð fyrir nýrri vegtengingu safnvegar frá Leifsstaðavegi til vesturs að lóðum nr. 8 og  9 í Leifsstaðabrúnum.

Deiliskipulagstillaga

Tillagan ásamt greinargerð verður til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar frá og með 26.  júní 2009. Hverjum þeim aðila sem sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar.

Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar er til og með 7. ágúst 2009. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögunar fyrir auglýstan frest telst samþykkur þeim.

Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar
23.06.2009

Kvennahlaup ÍSÍ


Kvennahlaup ÍSÍ verður hlaupið í Eyjafjarðarsveit þann 20. júní 2009 kl. 11:00. Hlaupið verður frá bílastæði Hrafnagilsskóla. Skráning hefst, í anddyri sundlaugarinnar, kl. 10:30 og upphitun kl. 11:00. Henni stjórnar Helga Sigfúsdóttir, sjúkraþjálfari og sér hún einnig um teygjur í lokin. Þátttökugjald er 1.000 krónur.
19.06.2009

Teigur deiliskipulag

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með eftirfarandi tillögu að deiliskipulagi samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997  með síðari breytingum.
Deiliskipulag Teigur.

Deiliskipulagstillaga
16.06.2009