Fréttayfirlit

Reiðvegir í Eyjafjarðarsveit


Reiðvegir í Eyjafjarðarsveit – héraðsleiðir 8 og 2
Breyting á aðalskipulagi - deiliskipulag

Deiliskipulag

Greinargerð með deiliskipulagi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með tillögu að tveim reiðleiðum í Eyjafjarðarsveit. Auglýst er ný leið, héraðsleið 8, frá Miðbraut að Bringu, að mestu leyti meðfram Eyjafjarðarbraut eystri (829) og reið- og gönguleið, héraðsleið 2, norðan Miðbrautar (823), frá hitaveituvegi að Eyjafjarðará.

Skipulagið ásamt greinargerð er til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og á heimasíðu sveitarfélagsins www.eyjafjardarsveit.is.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar er til og með 28. desember 2009. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögunar fyrir auglýstan frest telst samþykkur þeim.

13. nóvember 2009
Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar

12.11.2009

Góð heimsókn á sveitarstjórnarfund

elvar_jhann_sigursson_120Tónleikaviku Tónlistarskóla Eyjafjarðar er nýlokið  en  haldnir hafa verið tónleikar á ýmsum stöðum á starfssvæðinu, s. s. öllum grunn- og leikskólunum, Kristnesspítala og í fjósinu Stóra Dunhaga 1.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar fékk einnig að njóta þessa, þegar Elvar Jóhann Sigurðsson gítarnemi kom á sveitarstjórnarfund í gær þriðjudag og spilaði fyrir fundarfólk.
11.11.2009

Handverk 2009

Úthlutun styrkja

Handverkshátíðin 2009 sú fjölmennasta til þessa.
S. l. mánudag 2. nóvember, afhentu fulltrúar sýningarstjórnar Handverkshátíðar á Hrafnagili félagasamtökum sem unnu að sýningunni styrki vegna vinnuframlags þeirra í tengslum við framkvæmdina. Sýningin sem haldin var á Hrafnagili dagana 7. – 10. ágúst var sú best sótta í sautján ára sögu Handverkshátíða á Hrafnagili þar sem  um 20.000  gestir heimsóttu hana.
05.11.2009

Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar 2009

Fossland, Eyjafjarðarsveit
Líkt og undanfarin ár veitir umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar umhverfisverðlaun til þeirra íbúa sveitarinnar sem þykja skara fram úr hvað varðar umgengni og sumhverfisverdlaun_120nyrtilegt umhverfi.
Undanfarin ár hafa yfirleitt verið veittar viðurkenningar í tveimur flokkum, annars vegar til býlis þar sem stundaður er hefðbundinn landbúnaður og hins vegar til stakra húsa.
Í ár ákvað nefndin að bregða út af venjunni og veita viðurkenninguna til íbúa í götunni Fosslandi.
03.11.2009

Haustverkin kalla

laufas_120

 

Fréttatilkynning frá Minjasafninu á Akureyri

Haustverkin kalla í Gamla bænum Laufási

Laugardaginn 17. október kl 13:30-16

15.10.2009

Lágfóta í heimsókn

Meðfylgjandi myndir voru teknar í túninu á Litla-Hóli nú í vor, þegar sauðburður stóð sem hæst, en þá var tófan orðin þar daglegur gestur. Nokkrum dögum síðar fannst greni í fjallinu og náðust þar 6 dýr en eftir það hefur þó sést  til tófu á túnum bæjarins og á fjalli.

refur1_120  refur2_120refur3_120refur4_120

13.10.2009

Haustmynd úr Eyjafjarðarsveit

 brunalaug_120

Anna í Brúnalaug sendi okkur þessa fallegu haustmynd sem var tekin s. l. fimmtudag, 8. okt. og eftirfarandi texta með. "Þetta eru svo miklar andstæður, hvítir tindar, gul mýrin og gróðurhúsin. Við erum að ræka paprikur og  ræktunin gengur mjög vel. Við vorum á sýningunni Matur Inn og þar gekk okkur vel."
Ritstjórn heimasíðu þakkar Önnu fyrir sendinguna.

12.10.2009

Sveitaþrek


Fjögurra vikna námskeið í sveitaþreki hefst í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar mánudaginn 12. október n. k.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Nína Björk Stefánsdóttir sjúkranuddari og einkaþjálfari.  Frekari upplýsingar og skráning hjá Hafdísi í síma 8622171 og Nínu í síma 7737443.

Sjá auglýsingu

08.10.2009

Frá Freyvangsleikhúsinu


Momento mori

Föstudaginn 2. október s. l. frumsýndi Freyvangsleikhúsið leikritið Memento mori eftir Hrefnu Friðriksdóttur, í leikstjórn Daníels Freys Jónssonar.

Viðtökur á verkinu voru góðar og voru það brosandi og jafnframt hugsandi leikhúsgestir sem fóru frá Freyvangi.
08.10.2009

Sölusýning og stóðréttardansleikur

Mikið verður um að vera á Melgerðismelum laugardaginn 3. október n. k.  Í framhaldi af stóðréttinni kl. 13, stendur Hrossaræktarfélagið Náttfari fyrir sölusýningu. Ótamin tryppi verða þá sýnd í Melaskjóli og tamin hross á hringvellinum við stóðhestahúsið.

Um kvöldið heldur svo Hestamannafélagið Funi stóðréttardansleik í Funaborg. Húsið opnar kl 22:00 og mun hljómsveitin Í sjöunda himni leika fyrir dansi fram á morgun.

29.09.2009