Fréttayfirlit

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2009


Þorrablót   Eyjafjarðarsveitar verður haldið í Íþróttahúsi Hrafnagilsskóla laugardaginn 31. janúar n.k.
Bændur, búleysingjar og brottfluttir velkomnir ásamt gestum.
Miðapantanir sunnudagskvöldið 25. jan. og mánudagskvöldið 26. jan. á milli kl. 20:00 og 22:00 í símum:
thorrablotsmynd_120
463-1242 / 894-0700 Jóna og Sverrir
586-2928 / 660-3618 Sirra og Einar
463-1272 / 894-1273 Rósa og Gutti
23.01.2009

Landsmót UMFÍ á Akureyri 9-12. júlí 2009

landsmot_umfi_120 Landsmót UMFÍ, það 26. í röðinni, verður haldið á Akureyri dagana 9. til 12. júlí í sumar. Mótið verður sögulegt því í ár eru liðin eitthundrað ár frá því að fyrsta Landsmót UMFÍ var haldið á Akureyri. Þessara tímamóta verður minnst á ýmsan hátt í tengslum við landsmótið. Landsmót UMFÍ eru fjölmennustu íþróttamót á Íslandi, ætla má að keppendur verði um 2.000 og búast má við að landsmótsgestir verði á annan tug þúsunda.
20.01.2009

Tilkynning frá sveitarstjórn

Guðmundur Jóhannsson hefur látið af störfum hjá Eyjafjarðarsveit. Sveitarstjórn þakkar Guðmundi unnin störf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Arnar Árnason oddviti og Stefán Árnason skrifstofustjóri munu sinna störfum sveitarstjóra.

Eyjafjarðarsveit 16.1.2009, Sveitarstjórn.

16.01.2009

Nýjar myndir

Skömmu fyrir jól sendi Anna S. Pétursdóttir í Brúnalaug okkur nokkrar fallegar myndir sem henni fannst rétt að fleiri fengju að njóta. Sjá myndir
12.01.2009

Nú skal fagna þrettándanum

HALLÓ !

Jæja, þá eru jólasveinarnir farnir, gamanið að verða búið hjá hrútunum og svona farið að hææægjast um, nema…..

07.01.2009

Vetraropnun Sundlaugar Eyjafjarðarsveitar

Um áramót tekur gildi nýr opnunartími Sundlaugar Eyjafjarðarsveitar.

Mánudaga – föstudaga 6:30-20:00
Laugardaga og sunnudaga 10:00-17:00
05.01.2009

Sveitarstjórnarfundur

362. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 6. janúar 2009 og hefst kl. 16:00. Dagskrá fundarins má sjá hér á síðunni til hægri. Einnig er dagskráin á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarfélagsins.
03.01.2009