Fréttayfirlit

Ráðning sveitarstjóra

Jónas Vigfússon hefur verið ráðinn sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar. Jónas er byggingarverkfræðingur og MBA viðskiptafræðingur að mennt. Hann hefur reynslu af sveitarstjórnarstörfum, því hann var sveitarstjóri Hríseyjarhrepps frá 1991-1996 og Kjalarneshrepps 1996 -1998.
10.06.2009

Sleppingar á afrétt 2009


Heimilt er að sleppa sauðfé á afrétt frá og með 13. júní og hrossum frá og með 20. júní n. k. Landeigendur eru minntir á að gera við fjallsgirðingar fyrir sleppingardag. Þá er bent á að í gildi er bann við lausagöngu búfjár á vegsvæðum.

Atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar.

03.06.2009

Frá Freyvangsleikhúsinu

Ágætu sveitungar.

Sýning Freyvangsleikhússins rokksöngleikurinn Vínland var valin athyglisverðasta áhugaleiksýning 2009 af dómnefnd Þjóðleikhússins. Af því tilefni verða 2 aukasýningar í Freyvangi 4. og 5. júní n. k. kl. 20:00 báða dagana.
Nemendum 7. til 10. bekkjar Hrafnagilskóla er boðið að koma og sjá sýninguna fimmtudaginn 4. júní. ATH. allra síðustu sýningar "hérlendis".
28.05.2009

Frá Sundlaug Eyjafjarðarsveitar


Vegna viðhalds og námskeiðs starfsfólks verður SundlaugEyjafjarðarsveitar lokuð þriðjudaginn 26.maí .
25.05.2009

Túbuleikari í Laugarborg


Tónleikar í Laugarborg sunnudag, 24. maí kl. 15:00

Einn áhugaverðasti túbuleikari Evrópu, Finninn Harri Lidsle, mun leika þar ásamt japanska píanóleikaranum, Kyoko Matsukawa.

20.05.2009

Frá Sundlaug Eyjafjarðarsveitar


21. maí n. k. -uppstigningardag- verður sundlaugin opin kl. 10:00 – 18:00.

VIÐSKIPTAVINIR ATHUGIÐ !
VEGNA VIÐHALDS VERÐUR HEITI POTTURINN LOKAÐUR FRÁ  18. - 29. MAÍ

19.05.2009

Sumaropnun sundlaugar


Sumaropnunartími sundlaugar Eyjafjarðarsveitar tekur gildi 16. maí n. k.

Mánudag – föstudag 06:30 – 22:00
Laugardag – sunnudag 10:00 – 20:00
15.05.2009

Frá Smámunasafninu

Smámunasafnið er nú opið alla daga milli kl. 13:00 og 18:00 til 15. september. Tvær nýjar smásýningar „gullin hennar Gunnu“ leikföng frá árunum 1960-1970 og „ekki henda“ - nýjar flíkur gerðar úr gömlum. Hadda verður með námskeið í að endurskapa úr gömlum ullarflíkum og ef einhver vill losna við t.d. ullarpeysu (hún þarf ekki að vera heil) þá má koma henni á Smámunasafnið og þar fer hún í endurvinnslu. Nánari upplýsingar á www.smamunasanid.is Verið velkomin
14.05.2009

Handverkshátíð 2009

haus_400

Handverkshátíð við Hrafnagilsskóla verður haldin dagana 7.-10.ágúst 2009. 

Fyrirséð er að Íslendingar munu ferðast meira innanlands í sumar og önnur helgin í ágúst hefur verið ein sú annasamasta á Norðurlandi vegna þeirra viðburða sem eru á döfinni. 

Fyrirhugaðar eru breytingar og viðburðir í tengslum við hátíðina og eru fréttir af því settar á heimasíðu www.handverkshatid.is

Umsóknarfrestur um þátttöku á hátíðinni er 10.júní næstkomandi.

Allar nánari upplýsingar gefur undirrituð.

Dóróthea Jónsdóttir
Framkv.stj Handverkshátíðar 2009
s. 864-3633

13.05.2009

Trio Romance í Laugarborg


trio_romance_120 Tónleikar í Laugarborg – Sunnud. 17. Maí kl. 15.00

Fram koma: Tríó Romance sem skipuð er þeim Martial Nardeu og Guðrúnu Birgisdóttur á þverflautu og Peter Máté á píanó.
12.05.2009