Fréttayfirlit

Hrossasmölun og stóðréttir


Hrossum verður smalað í Eyjafjarðarsveit 2. – 3. október. Hrossaeigendur hafa fengið gangnaseðla senda heim en einnig má sjá seðlana hér að neðan.
 
Hrafnagilsdeild
Réttað verður á Þverárrétt laugardaginn 3. október kl 10:00 og á Melgerðismelarétt kl. 13:00. Á Melgerðismelum verða seldar alls kyns ljúffengar veitingar.
28.09.2009

Sala á háhraðanettengingum hafin


Fjarskiptasjóður samdi fyrr á þessu ári við Símann hf um uppbyggingu á háhraðanettengingum til að tryggja öllum landsmönnum aðgang tenginga óháð búsetu. Uppbyggingu er nú lokið í Eyjafjarðarsveit og skv. tilkynningu fjarskiptasjóðs, átti salan að hefjast 22. sept. s. l.

Tilkynning fjarskiptasjóðs

23.09.2009

Heimsókn á skrifstofu sveitarfélagins

skolaheimsokn_220909_02_120 Útivistardagur Hrafnagilsskóla var í dag 22. september. Nemendur á yngsta stigi skólans (1.-4. bekkur) komu þá við á skrifstofu sveitarfélagsins og fengu  léttar veitingar.
Starfsfólk skrifstofu þakkar gestunum kærlega fyrir komuna.
22.09.2009

Atvinna


Starfsmaður óskast

Leikskólinn Krummakot óskar að ráða starfsmann í blönduð störf. Vinnutími er frá 12:00 – 16:00. Upplýsingar veitir Þorvaldur skólastjóri Krummakots í síma 464 8120 / 464 8122 og á netfangið  krummakot@krummi.is    
Heimasíðuslóð leikskólans er http://www.krummakot.krummi.is

10.09.2009

Fréttatilkynning frá Minjasafninu á Akureyri


Evrópski menningarminjadagurinn í Gamla bænum Laufási

Evrópski menningarminjadagurinn 2009 verður haldinn sunnudaginn 6. september. Þema dagsins að þessu sinni er torfhús í fortíð og nútíð. Af því tilefni verður boðið uppá forvitnilega dagskrá í Gamla bænum Laufási í Eyjafirði frá kl 14 – 16.
04.09.2009

Vetraropnun sundlaugar 2009 - 2010


Vetraropnun sundlaugar frá  og með 1. september 2009

Mánudaga - föstudaga  6:30  - 20:00
Laugardaga – sunnudaga 10:00 - 17:00
Á helgidögum og almennum frídögum 10:00 - 17:00

Hætt er að hleypa ofan í laugina 15 mín fyrir lokun.

Sími : 464-8140 / 895-9611

01.09.2009

Gangnaseðlar 2009

Gangnaseðla 2009  ná sjá á tenglunum hér að neðan.Þverárrétt 2008

Öngulsstaðadeild

Saurbæjardeild:
Möðruvallafjall_Æsustaðatungur
Eyvindarstaðaheiði_Eyjafjarðardalureystri
Eyjafjarðardalur vestri_Djúpidalur
Hvassafellsdalur_Skjóldalur

Hrafnagilsdeild


Skilaréttir
eru Hraungerðisrétt þar sem réttað er þegar gangnamenn koma að  laugardagin 5. sept. Þverá ytri þar sem réttað er á sunnudeginum 6. sept. kl. 10, og Möðruvallarétt þar sem réttað er þegar gangnamenn koma að á sunnudeginum.

27.08.2009

Melgerðismelar - deiliskipulag á svæði hestamanna

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir
Deiliskipulag á svæði hestamann á Melgerðismelum

Deiliskipulagið ásamt greinargerð er til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir við tillögura er til og með 12. október 2009. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna fyrir auglýstan frest telst samþykkur henni.

Deiliskipulag 1.02
 
27.08.2009

Molta ehf tekur formlega til starfa

Jarðgerðarstöð Moltu ehf á Þveráreyrum Í dag tók jarðgerðarstöð Moltu ehf á Þveráreyrum formlega til starfa. Eins og fram kemur í fréttatilkynningu Moltu er stöðinni Steingrímur J. Sigfússon ræsir vélarnar í jarðgerðarstöðinni í gegnum tölvubúnað. Eiður Guðmundson, framkvæmdastjóri Moltu ehf fylgist með. ætlað að taka á móti lífrænum úrgangi af Eyjafjarðarsvæðinu og úr Þingeyjarsýslum.



21.08.2009

Gangnadagar 2009

Göngur í Eyjafjarðarsveit haustið 2009

1.göngur:
5.-6.sept.: Öll gangnasvæði nema norðan Bíldsár.
12.sept. : Norðan Bíldsár.
Breytingar frá þessu skulu gerðar í samráði við fjallskilastjóra.

2.göngur:
19.og 20.september.

Hrossasmölun:
2.-4.október.

Fjallskilastjóri, sími 845 0029

21.08.2009