Teigur deiliskipulag

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með eftirfarandi tillögu að deiliskipulagi samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997  með síðari breytingum.
Deiliskipulag Teigur.

Deiliskipulagstillaga

Tillagan gerir ráð fyrir að afmörkuð verði lóð þar sem sett verður niður hús fyrir gallerý og listsköpun.  Lóðin er 6520 m2 að stærð og liggur frá brekkubrún,  neðan túna Teigs,  vestan Eyjafjarðarbrautar vestri. Landið er óræktað og skilgreint sem landbúnaðarsvæði,  en einnig er heimil önnur starfsemi s.b.   kafla 2.3.1.,  tölul.  1 og 5 í greinargerð.  Sjá einnig kafla 2.3.3., markmið vegna ferðaþjónustu,  liðir 1 og 2.

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar frá og með 12.  júní 2009.

Frestur til að gera athugasemdir við tillögunna er til og með 24. júlí 2009. Athugasemdir skulu vera skriflegar.    Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögunar fyrir auglýstan frest telst samþykkur þeim.

Syðra Laugalandi 10. júní  2009.

F.h.  Sveitarstjórnar, Stefán Árnason