Kvennahlaup ÍSÍ


Kvennahlaup ÍSÍ verður hlaupið í Eyjafjarðarsveit þann 20. júní 2009 kl. 11:00. Hlaupið verður frá bílastæði Hrafnagilsskóla. Skráning hefst, í anddyri sundlaugarinnar, kl. 10:30 og upphitun kl. 11:00. Henni stjórnar Helga Sigfúsdóttir, sjúkraþjálfari og sér hún einnig um teygjur í lokin. Þátttökugjald er 1.000 krónur.


Bolurinn í ár er bleikur úr dry-fit efni (eins og í fyrra). Á sama tíma verður kassaklifur í íþróttasalnum fyrir börnin og hestar frá hestamannafélaginu Funa verða á staðnum.
Frír prufutími verður í líkamsræktina frá kl. 11:00 þennan dag fyrir þá sem eru eldri en 16 ára.
Létt hressing verður í boði fyrir alla og frítt í sund fyrir þátttakendur hlaupsins. Hjúkrunarfræðingur verður á staðnum milli kl. 11:00 og 12:30 og mælir blóðþrýsting hjá gestum og gangandi.

Vonumst til að sjá sem flesta,
íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar