Fréttayfirlit

Fékk styrk frá Matvælasjóði Íslands og kannar nú áhuga á þátttöku í deilieldhúsi

Einar Örn Aðalsteinsson fékk á dögunum styrk frá Matvælasjóð Íslands til að kanna rekstrarforsendur og kostnaðargreina uppsetningu deilieldhúss og er fyrsta skref þess að kanna þörf og á huga á aðstöðunni.
08.01.2021
Fréttir

Hlaut skólastyrk fyrir masternámi í Royal Music College í London

Á Akureyri.net má finna viðtal við Hauk Sindra Karlsson (Öngulsstöðum) sem nýverið fékk inn í masternám í kvikmyndagerðartónlist við Royal Music College í London og í kjölfar þess þann mikla heiður að hljóta styrk til námsins frá skólanum.
08.01.2021
Fréttir

Árshátíð unglingastigs Hrafnagilsskóla

Föstudaginn 15. janúar næstkomandi verður árshátíð unglingastigs. Nemendur unglingastigs bjóða til sölu ,,heimaleikhúspakka” sem inniheldur slóð á leikritið, rafræna leikskrá, hugmyndir að góðu heimakvöldi og óvæntan glaðning. Pakkinn kostar 1.000 krónur og pantanir þurfa að berast til Nönnu, nanna@krummi.is, fyrir miðvikudaginn 13. janúar. Ágóðinn verður nýttur fyrir nemendur unglingastigs, t.d. í lyftugjöld í skíðaferð og fleira skemmtilegt.
05.01.2021
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Bókasafnið verður því miður áfram lokað en fram til 14. janúar er hægt að hafa samband við safnið ef fólk vantar eitthvað að lesa og við finnum eitthvað sem hentar. Bókunum verður síðan komið í póstkassa hjá viðkomandi. Hægt verður að skila með sama hætti, þ.e. bækur settar í póstkassann, bókasafnið látið vita og þær síðan sóttar í kassann. Í næstu viku verður staðan tekin og þá kemur í ljós hvert framhaldið verður en allar breytingar eru auglýstar strax á heimasíðu sveitarfélagsins og síðan í Sveitapóstinum. Endilega hafið samband og við finnum út úr þessu saman. Hægt er að hringja í síma 464-8102 á milli 9:00 og 12:00.
05.01.2021
Fréttir

Opnunartími gámasvæðis yfir jól og áramót

Þriðjudaginn 22. desember OPIÐ kl. 13:00-17:00 Föstudaginn 25. desember LOKAÐ Laugardaginn 26. desember LOKAÐ Þriðjudaginn 29. desember OPIÐ kl. 13:00-17:00 Föstudaginn 1. janúar 2021 LOKAÐ Laugardaginn 2. janúar OPIÐ kl. 13:00-17:00 Vaktað gámasvæði er við Hrafnagilshverfi. Gámasvæðið er lokað utan opnunartíma.
23.12.2020
Fréttir

Jólakveðjur

Sendum öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða. Sveitarstjórn og starfsfólk á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
23.12.2020
Fréttir

Íbúar Eyjafjarðarsveitar

Óskum öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar gleðilegra jóla og blessunarríks nýjárs. Þökkum innilega veittan stuðning á liðnu ári, með ósk um að næsta ár verði laust við covid og við getum farið að hittast aftur. Bestu kveðjur, Félag eldri borgara í Eyjafjarðarsveit.
23.12.2020
Fréttir

Flugeldasala Hjálparsveitarinnar Dalbjargar í Hrafnagilsskóla

Að venju mun Hjálparsveitin Dalbjörg vera með flugeldasölu í Hrafnagilsskóla. Þó með óhefðbundnum sniði í ár. Við erum komin með netsíðu, þar sem hægt er að versla flugelda á netinu og greiða fyrir þá þar. Við munum láta vita þegar pöntunin er klár og þá getur viðkomandi sótt hana við inngang miðstigs í Hrafnagilsskóla. Netsíðan er dalbjorg.flugeldar.is
23.12.2020
Fréttir

Eyvindur

Árlega gefur menningarmálanefnd út blaðið Eyvind sem er dreift frítt á öll heimili í sveitarfélaginu. Nú má einnig nálgast blaðið hér. 
23.12.2020
Fréttir

Hið árlega skötuhlaðborð fellur niður

Kæru sveitungar. Því miður fellur niður hið árlega skötuhlaðborð Lionsklúbbanna Vitaðsgjafa og Sifjar vegna samkomutakmarkana. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest að ári. Jólakveðjur, Vitaðsgjafi og Sif.
22.12.2020
Fréttir