Fréttayfirlit

Ólöf Ása Benediktsdóttir tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna sem framúrskarandi kennari

Ólöf Ása Benediktsdóttir er kennari við Hrafnagilsskóla en hún hefur kennt þar síðan 2005, einkum á unglingastigi. Skólaárið 2016-2017 var hún aðstoðarskólastjóri en auk þess hefur hún sinnt stigstjórn á unglingastigi til margra ára. Íslensku menntaverðlaunin verða afhent 13. nóvember nk. Íslensku menntaverðlaunin voru síðast veitt árið 2012 en þá höfðu þau verið veitt árlega frá árinu 2005.
06.10.2020
Fréttir

Mismunandi einkenni, COVID-19, kvefs og flensu

Mismunandi einkenni, COVID-19, kvefs og flensu
06.10.2020
Fréttir

Bleikar slaufur í október

Dekurdagar og Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit taka höndum saman til að styrkja Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis, sem hefur sent út neyðarkall til samfélagsins vegna erfiðrar fjárhagsstöðu félagsins. Starf Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis byggir alfarið á stuðningi frá Krabbameinsfélagi Íslands ásamt styrkjum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Það sem af er ári hefur styrkjum fækkað og að öllu óbreyttu mun núverandi rekstrafé félagsins vera uppurið í lok febrúar 2021 með tilheyrandi skerðingu á þjónustu.
05.10.2020
Fréttir

Miðvikudaginn 7. október 2020 verður Forvarnardagurinn haldinn í 15 sinn í grunnskólum landsins og í tíunda sinn í framhaldsskólum

Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. Aðrir samstarfsaðilar að Forvarnardeginum eru Embætti landlæknis, sem sér um verkefnisstjórn dagsins, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, Samfés, Heimili og skóli – landsamtök foreldra, Ungmennafélag Íslands, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Skátar, Rannsóknir og greining og SAFF – Samstarf félagasamtaka í forvörnum. Forvarnardagurinn er haldinn á hverju hausti í því sem næst öllum grunnskólum landsins og er beint sérstaklega að nemendum í 9. bekk og á 1. ári í framhaldsskólum. Á Forvarnardaginn ræða nemendur um hugmyndir sínar og tillögur um samverustundir með fjölskyldu og æskulýðs- og íþróttastarf, en þetta eru á meðal verndandi þátta gegn áfengi- og vímuefnum.
02.10.2020
Fréttir

Gangnaseðlar hrossasmölunar 2020

Hrossasmölun verður 2. október og stóðréttir í framhaldi þann 3. október kl. 10:00 í Þverárrétt og kl. 13:00 í Melgerðismelarétt.
25.09.2020
Fréttir

Umhverfisstofnun - Tillaga að starfsleyfi fyrir Moltu ehf, Akureyri

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Moltu ehf. til reksturs á jarðgerðarstöð á Þveráreyrum, Akureyri. Moltu ehf. er heimilt að taka á móti allt að 15.000 tonnum á ári af lífrænum heimilis- og fyrirtækjaúrgangi, sláturúrgangi og stoðefnum. Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 22. október 2020. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.
25.09.2020
Fréttir

Sá einn veit er víða ratar

Sveitarstjórnir Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps heimsóttu hvor aðra síðastliðinn þriðjudag til að kynna sér innviði sveitarfélaganna og bera saman bækur. Tilgangur samneytisins var að skrafa um sameiginlega hagsmuni, aukið samstarf, sameiningarmál og hvað slíkt myndi þýða fyrir sveitarfélögin.
24.09.2020
Fréttir

Hrafnagilshverfi - skipulagslýsing aðal– og deiliskipulags

Lýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags Hrafnagilshverfis er aðgengilega á heimasíðu sveitarfélagsins. Íbúum til hægðarauka er hægt að hlaða niður kortum af þéttbýlinu sem hægt er að nota við vangaveltur og til að koma tillögum á framfæri. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsinguna til mánudagsins 19. október 2020.
23.09.2020
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar

Fundarboð 555. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

555. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 24. september 2020 og hefst kl. 15:00.
22.09.2020
Fréttir

Hrossasmölun og stóðréttir 2020

Hrossasmölun verður 2. október og stóðréttir í framhaldi þann 3. október kl. 10 í Þverárrétt og kl. 13 í Melgerðismelarétt. Fjallskilanefnd
22.09.2020
Fréttir