Fréttayfirlit

SSNE - Fréttabréf nóvembermánaðar er komið út

Tilgangur fréttabréfa SSNE er að miðla upplýsingum um þau helstu verkefni sem SSNE er að fást við og færa fréttir af starfsvæði okkar. Í þessu 9.tbl. er að finna upplýsingar um Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra og stefnumótandi byggðaáætlun stjórnvalda, yfirlit yfir staðsetningu ríkisstarfa auk umfjöllunar um Ratsjána sem er sértækt verkefni landshlutasamtakanna og Íslenska ferðaklasans fyrir aðila í ferðaþjónustu og tengdum greinum. FRÉTTABRÉF SSNE - 9.TBL NÓVEMBER 2020
04.12.2020
Fréttir

Auglýst eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna Íslendinga og Pólverja á sviði menningar

Umsóknarfrestur er til 22. janúar 2021. Styrkirnir eru veittir með framlagi frá uppbyggingarsjóði EFTA. Pólsk stjórnvöld leggja til 5 milljónir evra til samstarfsverkefnanna. Sótt er um styrkina til Póllands og leiðir pólski samstarfsaðilinn umsóknarferlið. Verkefnin þurfa að standa yfir í 12-24 mánuði og eru styrkir til verkefna á bilinu 100.000 - 500.000 evra. Samstarfið getur verið á öllum sviðum menningar, t.d. tónlistar, leiklistar, myndlistar, kvikmyndahátíða, bókmennta, safna, listmenntunar og menningararfs.
04.12.2020
Fréttir

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir hafa gefið út leiðbeiningar vegna aðventu, jóla og áramóta 2020

Aðvent­an er geng­in í garð og und­ir­bún­ing­ur hátíðanna nær fljót­lega há­marki. Rík hefð er fyr­ir því að fólk komi sam­an og njóti sam­ver­unn­ar og alls þess sem hátíðarn­ar hafa upp á að bjóða. Fyr­ir mörg okk­ar verður þessi tími frá­brugðinn því sem við erum vön líkt og með annað á þessu ári. Samt sem áður höf­um við ýmsa mögu­leika á því að gleðjast sam­an. Sum­ar at­hafn­ir fela í sér meiri áhættu en aðrar og þess­ar leiðbein­ing­ar inni­halda ráðlegg­ing­ar um það hvernig gott sé að haga mál­um yfir hátíðarn­ar.
01.12.2020
Fréttir

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2021 og 2022-2024 samþykkt í sveitarstjórn

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2021 og árin 2022 - 2024 var tekin til síðari umræðu og samþykkt samhljóða í sveitarstjórn 26. nóvember 2020.
27.11.2020
Fréttir

Lóðir fyrir einkaflugskýli á Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit - áhugakönnun

Í tilefni fyrirspurna um lóðir fyrir flugskýli á flugvallarsvæðinu á Melgerðismelum kannar sveitarfélagið Eyjafjarðarsveit nú grundvöll þess að deiliskipuleggja svæði fyrir uppbyggingu einkaflugskýla á svæðinu. Sveitarfélagið hefur yfir að ráða um 0,5 ha stóru svæði við norð-vestur enda flugbrautarinnar þar sem með góðu móti má koma fyrir u.þ.b. 8 lóðum fyrir flugskýli að stærð 200-300 fm. Ef fýsilegt reynist að ráðast í uppbyggingu af þessu tagi myndi sveitarfélagið annast deiliskipulag, gerð aðkomuleiðar auk öflunar neysluvatns og fráveitukerfis, en eftirláta húsbyggjendum annan frágang.
27.11.2020
Fréttir

Ytri-Varðgjá, Eyjafjarðarsveit – lýsing vegna deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 26. nóvember 2020 að kynna skipulagslýsingu vegna deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 fyrir almenningi á grundvelli 1. mgr. 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsverkefnið tekur til áforma um uppbyggingu baðstaðar ásamt tilheyrandi þjónustu í landi Ytri-Varðgjár. Ráðgert er að aðkoma að staðnum verður frá þjóðvegi nr. 1 þar sem þegar er aðkomuvegur um 400 m austan gatnamóta við Eyjafjarðarbraut eystri. Gert er ráð fyrir að heitt vatn verði leitt að staðnum með lögn frá Vaðlaheiðargöngum, í samstarfi við Norðurorku.
27.11.2020
Deiliskipulagsauglýsingar

Þórustaðir II, Eyjafjarðarsveit – breyting á gildandi deiliskipulagi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 16. apríl 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði í landi Þórustaða II í Eyjafjarðarsveit skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er um 2,3 ha að flatarmáli og er í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins skilgreint sem íbúðarsvæði ÍB20. Breytingin felst í að einni 2138 fm íbúðarlóð fyrir einbýlishús er bætt við deiliskipulag.
27.11.2020
Deiliskipulagsauglýsingar

Ullarflutningar í Eyjafjarðarsveit

Ull verður sótt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 28. nóvember. Svo hægt sé að skipuleggja flutningana sem best eru þeir bændur sem verða tilbúnir með ull beðnir um að hafa samband við Rúnar í s: 847-6616 eða á netfangið run@simnet.is, Bigga í Gullbrekku í s: 845-0029 eða Hákon á Svertingsstöðum í s: 896-9466 eða á netfangið konnisvert@gmail.com. Munið að merkja, vigta og skrá ullina. Tilgreina þarf pokafjölda og hve mörg kíló bændur eru að senda frá sér. Skráningarblað verður að fylgja ullinni við afhendingu á bíl. Byrjað verður á Halldórsstöðum seinni part föstudags 27. nóvember og bílinn verður staðsettur á Melgerðismelum milli kl. 11:00 og 12:00 laugardaginn 28. nóvember og kl. 13:00 við Svertingsstaði.
26.11.2020
Fréttir

Viltu auka nýsköpunarhæfni þína? Ratsjáin

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðausturlandi (SSNE) í samvinnu við fleiri, bjóða nú fyrirtækjum á sínu starfssvæði að taka þátt í Ratsjánni. Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið í samstarfi við RATA og tengiliði frá landshlutasamtökum sveitarfélaga á Austurlandi, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Vesturlandi, Reykjanesi og Suðurlandi.
25.11.2020
Fréttir

Ný samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Eyjafjarðarsveit

Tekið hefur gildi ný samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Eyjafjarðarsveit. Samþykktina er hægt að sjá hér https://www.esveit.is/static/files/Samthyktir/umh20060096-hundar-og-kettir-i-eyjafjardasveit_undirritad.pdf
24.11.2020
Fréttir