Umhverfisstofnun - Tillaga að starfsleyfi fyrir Moltu ehf, Akureyri

Fréttir

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Moltu ehf. til reksturs á jarðgerðarstöð á Þveráreyrum, Akureyri. Moltu ehf. er heimilt að taka á móti allt að 15.000 tonnum á ári af lífrænum heimilis- og fyrirtækjaúrgangi, sláturúrgangi og stoðefnum.
Ef óskað verður eftir kynningarfundi fyrir almenning vegna auglýsingar starfsleyfistillögunnar mun Umhverfisstofnun athuga möguleika á að halda kynningarfund á netinu.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 22. október 2020. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.


Tenglar og fylgigögn:
Starfsleyfistillaga
Almenn umsókn um starfsleyfi
Ákvörðun um matsskyldu frá Skipulagsstofnun