Fréttayfirlit

Gjafabréf í Eyjafjarðarsveit fást nú í íþróttamiðstöð

Gjafabréf í Eyjafjarðarsveit fást nú einnig í afgreiðslu Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar. 
18.12.2020
Fréttir

Auglýsingablað Eyjafjarðarsveitar

Næsta blaði verður dreift þriðjudaginn 22. desember. Því þurfa auglýsingar fyrir það blað að hafa borist eigi síðar en kl. 10:00 mánudaginn 21. desember á netfangið esveit@esveit.is. Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.
18.12.2020
Fréttir

Fundargerð 558. fundar sveitarstjórnar

Vegna tæknilegra mistaka birtist fundargerð 558. fundar sveitarstjórnar ekki rétt á heimasíðunni þar sem vantaði inn bókanir við einstaka liði fundargerðar skipulagsnefndar. Þetta hefur nú verið lagfært.
16.12.2020
Fréttir Stjórnsýsla

Jólaopnun í sundlauginni

Frá og með 18. desember verður sundlaugin opin allan daginn, eins og venjulega. Jólaopnunin er eftirfarandi: 22.12. kl. 6:30-22:00 23.12. kl. 6:30-14:00 24.12. kl. 9:00-11:00 25.12. Lokað 26.12. Lokað 27.12. kl. 10:00-20:00 28.12. kl. 6:30-22:00 29.12. kl. 6:30-22:00 30.12. kl. 6:30-22:00 31.12. Lokað 1.1. Lokað 2.1. kl. 10:00-20:00 Starfsfólk Íþróttamiðstöðvarinnar óskar öllum gleðilegra jóla og vonandi sjáum við sem flesta í sundi það sem eftir lifir árs.
15.12.2020
Fréttir

LISTAGJÖF UM LAND ALLT!

Íbúum um allt land býðst að njóta listagjafar helgina 19.-20. desember næstkomandi. Listafólk í fremstu röð mun þá sækja fólk heim og flytja stutta listgjörninga, tónlist, ljóðlist, sirkusatriði eða dans sem gefendur geta pantað fyrir ástvini í gegnum vefinn. Einnig verður boðið upp á rafrænar listagjafir til þeirra sem geta ekki tekið á móti gjöf í eigin persónu vegna sóttvarnatilmæla eða staðsetningar. Gjöfin er án endurgjalds en takmarkast við eina pöntun á mann.
15.12.2020
Fréttir

Fróðleiksfundur um Covid úrræði stjórnvalda 17. desember

Þann 17. desember næstkomandi bjóða KPMG og SSNE til gagnvirks fróðleiksfundar um COVID úrræði stjórnvalda. Á fundinum verður stutt framsaga um helstu úrræðin sem eru í boði auk þess sem þátttakendum gefst færi á að spyrja sérfræðinga KPMG út í einstök atriði. Hugmyndin er að takmarka fjölda þátttakenda við 30 manns í von um gagnvirkt samtal þátttakenda og sérfræðinga KPMG. Við munum senda skráðum þátttakendum hlekk á fundinn þegar nær dregur.
10.12.2020
Fréttir

Íþrótta- og tómstundastyrkur barna 2020 – frestur til 15. des.

Eyjafjarðarsveit veitir foreldrum/forráðamönnum barna og ungmenna á aldrinum 6-17 ára styrki vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar. Meginmarkmið íþrótta- og tómstundastyrkja er að stuðla að aukinni hreyfingu og félagsþátttöku barna í sveitarfélaginu. Styrkur er veittur vegna æfinga- og þátttökugjalda fyrir börn á aldrinum 6-17 ára með lögheimili í Eyjafjarðarsveit. Styrkhæft er hvers konar reglulegt íþrótta- og tómstundastarf.
09.12.2020
Fréttir

Opnunartími gámasvæðis

Vaktað gámasvæði er við Hrafnagilshverfi. Opnunartími þess er kl. 13:00-17:00 á þriðjudögum, föstudögum og laugardögum. Gámasvæðið er lokað utan opnunartíma. Sveitarstjóri.
09.12.2020
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Bókasafnið verður því miður áfram lokað en fram til 18. desember er hægt að hafa samband við safnið ef fólk vantar eitthvað að lesa og við finnum eitthvað sem hentar. Bókunum verður síðan komið í póstkassa hjá viðkomandi. Hægt verður að skila með sama hætti, þ.e. bækur settar í póstkassann, bókasafnið látið vita og þær síðan sóttar í kassann. Athugið samt að skiladagar á efni sem er í láni verða framlengdir fram yfir jól.
09.12.2020
Fréttir

Sundlaugin opnar á morgun 10. desember

Sundlaugin opnar á morgun, fimmtudaginn 10. des. Opnunartíminn verður eftirfarandi: Mánudaga - fimmtudaga kl. 6:30-8:00 og 15:00-22:00 Föstudaga kl. 6:30-8:00 og 15:00-20:00 Laugardaga og sunnudaga kl. 10:00-20:00 Þegar skólinn fer í jólafrí verður opið allan daginn, en það verður auglýst síðar ásamt jólaopnun
09.12.2020
Fréttir