Aðalfundur UMF Samherja var haldinn í matsal Hrafnagilsskóla 3. febrúar
Berglind Kristinsdóttir formaður fór yfir starfsemi félagsins á síðasta ári sem einkenndist mikið af Covid-19 faraldrinum og þakkaði hún þjálfurum félagsins sérstaklega fyrir þrautsegju á erfiðum tímum. Körfubolti og skák komu inn sem nýjar greinar á síðasta ári, meira samstarf hófst við UMSE og framkvæmdastjóra þess, Þorstein Marinósson en áformað er að hann taki að sér ýmis verkefni tengd rekstri Samherja. Steypt var fyrir tartani á íþróttavellinum og samþykkti stjórnin að Samherjar skyldu sækjast eftir Fyrirmyndarfélagsviðurkenningu frá ÍSÍ. Sú ákvörðun var svo staðfest á aðalafundinum.
15.02.2021
Fréttir