Fréttayfirlit

Auglýsingablaðið og nýtt dreifingadagatal landpósta 2022 - Eyjafjarðarsveit er blátt svæði, verið er að laga hjá póstinum!

„Frá og með 1. maí 2022 mun Pósturinn dreifa bréfum tvisvar í viku um allt land. Áður var bréfum dreift annan hvern dag en breytingin er viðbragð við verulegri fækkun bréfasendinga.“ Hægt er að sjá nánar um þetta á heimasíðu Póstsins: https://posturinn.is/frettir/almennar-frettir/2022/nu-dreifum-vid-brefum-tvisvar-i-viku/ Dagatal landpósta 2022, sjá hér. Af þessum sökum verður Auglýsingablaðinu dreift á miðvikudögum og skilafrestur auglýsinga verður óbreyttur fyrir kl. 10 á þriðjudögum á esveit@esveit.is Sjá uppýsingar um Auglýsingablaðið hér.
02.05.2022
Fréttir

Fundarboð 587. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 587. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 4. maí 2022 og hefst kl. 15:30.
29.04.2022
Fréttir

Eyjafjarðarsveit og Freyvangsleikhúsið skrifa undir samning

Í gær var skrifað undir samning milli Eyjafjarðarsveitar og Freyvangsleikhússins um afnot þess síðarnefnda á húsinu til næstu tveggja ára. Vonir eru bundnar til þess að með samningnum opnist nýir möguleikar fyrir Freyvangsleikhúsið sem þá getur leigt húsið undir veislur og viðburði utan þess tíma sem hefðbundin leikhússtarfsemi er í gangi.
29.04.2022
Fréttir

Samstaða um sjálfbæra ferðaþjónustu - Þér er boðið á vinnustofu í maí!

Góðan dag! Þér er boðið á vinnustofuna „Samstaða um sjálfbæra ferðaþjónustu“, þann 18. maí 2022 í Hofi á Akureyri, frá 10:00-17:00. Áhersla á sjálfbærni er að verða meiri með hverju árinu. Stjórnvöld hafa sett sér það markmið í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að íslensk ferðaþjónusta verði leiðandi í sjálfbærni fyrir árið 2030. Hjá Markaðsstofu Norðurlands er unnið eftir stefnu stjórnvalda, enda til mikils að vinna þar sem eftirspurn eftir sjálfbærum áfangastöðum eykst sífellt. Svissneska ráðgjafafyrirtækið og ferðaskrifstofan Kontiki var einnig fengin til samstarfs í þessari vinnu. Eftir ítarleg samtöl við hagsmunaaðila, bæði á Norðurlandi og landsvísu er nú komið að því að boða alla hagsmunaðila saman á vinnustofu, til að hittast og þróa aðgerðaráætlun svo ferðaþjónusta á Norðurlandi geti orðið sjálfbær. Lögð verður áhersla á að norðlensk ferðaþjónusta: Skapi ávinning samfélagið Skapi staðbundna verðmætasköpun allt árið Verndi náttúru og dýralíf Nýti endurnýjanlega orku og loftslagsvænar lausnir Ferðaþjónustan er fjölbreyttur starfsvettvangur og við viljum því fá sem flesta með okkur í þessa vegferð. Öllum er boðið að vera með: Heimamönnum, gististöðum, söfnum, athafnafólki, landeigendum, stjórnmálafólki, félagasamtökum, ferðaþjónustuaðilum, menntastofnunum og fleirum - rödd þín skiptir máli! SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG. Boðið verður upp á léttan hádegisverð, án endurgjalds. Ítarlegri dagskrá verður auglýst þegar nær dregur. Ef einhverjar spurningar vakna, vinsamlegast sendið póst á audur@nordurland.is.
28.04.2022
Fréttir

UMF Samherjar - Frístundaverkefni 2022

Ungmennafélagið Samherjar veitir íbúum Eyjafjarðarsveitar þjónustu þegar kemur að íþróttastarfi. Í sumar ætlum við að útvíkka þjónustuframboð okkar og bjóða upp á frístundaverkefni í samvinnu við Eyjafjarðarsveit og með stuðningi frá Norðurorku. Við leitum að áhugasömum stjórnanda eða stjórnendum. Um er að ræða 3 vikur eftir skólalok og tvær vikur fyrir upphaf skóla í ágúst. Verkefnið verður fyrir 1. – 4. bekk þar sem yngri krakkarnir eru fyrir hádegi frá kl. 08 - 12 en þau eldri eftir hádegi kl. 12 – 16. Um tiltölulega ómótaða starfsemi er að ræða þar sem hægt er að flétta inn listsköpun, smiðjum, útiveru og leikjum. Viðkomandi mun vinna að dagskrá verkefnisins í samráði við stjórn UMF Samherja. Til aðstoðar verða krakkar og flokkstjórnar úr Vinnuskólanum og því þarf viðkomandi að geta borið ábyrgð á og stjórnað aðstoðarfólki í þágu barnanna. Við leitum að skapandi og ábyrgðarfullum einstaklingi eða einstaklingum sem hafa reynslu af starfi með börnum og búa yfir hugmyndum um hvernig nýta má möguleika svæðisins til frístunda fyrir börn. Áhugasamir sendi tölvupóst á netfangið samherjar@samherjar.is. Gaman væri að þar kæmu fram einhverjar hugmyndir um hvernig viðkomandi sjái fyrir sér verkefni af þessu tagi. UMF Samherjar fékk styrk frá Norðurorku til að þróa frístundaverkefnið.
27.04.2022
Fréttir

Vinnuskólinn 2022

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Vinnuskólann sumarið 2022 á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar. https://www.esveit.is/is/thjonusta/menntun-1/vinnuskoli
26.04.2022
Fréttir

Lausar stöður í Hrafnagilsskóla Eyjafjarðarsveit

Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli u.þ.b. 12 km. fyrir innan Akureyri og eru u.þ.b. 170 nemendur í skólanum. Hrafnagilsskóli er heilsueflandi grunnskóli og uppeldisstefnan er Jákvæður agi. Skólaþróun síðustu ár hefur m.a. snúist um heilsueflingu, tölvur og tækni. Grunnskólakennari/sérkennari í sérdeild Óskum eftir að ráða grunnskólakennara í 100% starfshlutfall frá 1. ágúst 2022. Um er að ræða sérkennarastöðu í sérdeild unglingsstúlkna sem dvelja á Meðferðarheimilinu að Laugalandi. Leitað er eftir kennara sem: Hefur reynslu af kennslu á unglingastigi. Lagar kennslu- og starfshætti markvisst að þörfum nemenda. Sýnir metnað fyrir hönd nemenda. Vinnur í samvinnu við kennara og annað fagfólk. Sýnir árangur í starfi. Er fær og lipur í samskiptum. Býr yfir frumkvæði og skipulagsfærni og sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum. Menntun í sérkennslufræðum er æskileg. Grunnskólakennari á yngsta stigi Óskum eftir að ráða grunnskólakennara í 80% starfshlutfall frá 1. ágúst 2022. Í starfinu felst: Námsstuðningur við nemendur og samvinna við kennara og starfsfólk. Leitað er eftir kennara sem: Hefur kennaramenntun. Sýnt hefur árangur í starfi. Hefur áhuga á og færni til að nýta tækni í skólastarfi. Lagar kennslu- og starfshætti markvisst að þörfum nemenda. Sýnir metnað fyrir hönd nemenda. Er í góðri samvinnu við foreldra og allt starfsfólk. Er fær og lipur í samskiptum. Býr yfir frumkvæði og skipulagsfærni og sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum. Hefur reynslu og þekkingu á Byrjendalæsi og fleiri kennsluaðferðum. Umsóknarfrestur er til og með 9. maí 2022. Nánari upplýsingar veita skólastjórnendur; Hrund Hlöðversdóttir og Björk Sigurðardóttir í símum 464-8100 og 699-4209 eða á netföngin hrund@krummi.is og bjork@krummi.is Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is
25.04.2022
Fréttir

Atvinna - tímabundin afleysing - karl

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar óskar eftir að ráða karl til starfa í vaktavinnu. Auglýst er laust til umsóknar 100% starf í íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar. Um er að ræða tímabundna afleysingu fram í júlí/ágúst með möguleika á framlengingu. Einnig kemur til greina að ráða tvo í hlutastarf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
25.04.2022
Fréttir

Aukið aðgengi að skógræktarsvæðum

Sumardaginn fyrsta skrifuðu Eyjafjarðarsveit og Skógræktarfélag Eyjafjarðar undir styrktarsamning til tveggja ára. Samningurinn gerir Skógræktarfélaginu kleift að sinna betur umhirðu umræddra skógarreita og vinna með sveitarfélaginu að úrbótum á aðgengi og aðstöðu.
22.04.2022
Fréttir

Bókasafnið lokað föstudaginn 22. apríl

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar verður lokað föstudaginn 22. apríl 2022.
20.04.2022
Fréttir