Fréttayfirlit

Páskaopnun í Íþróttamiðstöðinni

14.4. Skírdagur kl. 10:00-19:00 15.4. Föstudagurinn langi kl. 10:00-19:00 16.4. Laugardagur kl. 10:00-19:00 17.4. Páskadagur kl. 10:00-19:00 18.4. Annar í páskum kl. 10:00-19:00 Verið velkomin.
05.04.2022
Fréttir

Matvælastofnun óskar eftir tilkynningum um villta dauða fugla

Nýlega upplýsti Matvælastofnun að í gildi séu hertar sóttvarnarreglur fyrir alifugla og aðra fugla í haldi vegna hættu á fuglaflensu sem gæti borist til landsins með komu farfugla nú í vor. Matvælastofnun vekur athygli á að stofnunin óskar eftir tilkynningum ef villtir dauðir fuglar finnast í sveitarfélaginu, nema augljóst sé að þeir hafi drepist af slysförum. Tilgangurinn er að skima þá fyrir fuglaflensu og fylgjast þannig með mögulegri útbreiðslu hennar meðal farfugla hérlendis. Best er að tilkynna með því að skrá ábendingu á vef stofnunarinnar, en líka er hægt að hringja í síma 530-4800 á opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið mast@mast.is. Sjá nánar hér um Varnaraðgerðir gegn fuglaflensu.
05.04.2022
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Síðasti opnunardagur safnsins fyrir páska er föstudagurinn 8. apríl. Þá er opið frá kl. 14.00-16.00. Opnum aftur eftir páska þriðjudaginn 19. apríl. Minnum annars á opnunartíma safnsins: Þriðjudagar frá 14.00-17.00. Miðvikudagar frá 14.00-17.00. Fimmtudagar frá 14.00-18.00. Föstudagar frá 14.00-16.00 Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinngang.
04.04.2022
Fréttir

Innviðir á Norðurlandi – Áskoranir í íbúðauppbyggingu og orkuöflun

Samtök iðnaðarins, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Landsnet boða til opins funda í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 7. apríl kl. 16-18. Á fundinum verður kastljósinu beint að helstu áskorunum í íbúðauppbyggingu og orkuöflun á Norðurlandi
04.04.2022
Fréttir

Tónlistarskóli Eyjafjarðar auglýsir eftir tónlistarkennurum

Tónlistarskóli Eyjafjarðar auglýsir eftir tónlistarkennurum
04.04.2022
Fréttir

Helgihald í Eyjafjarðarsveit um páskana:

Pálmasunnudagur 10. apríl kl. 11 - helgistund í Saurbæjarkirkju Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Prestur Jóhanna Gísladóttir. Föstudagurinn langi 15. apríl kl. 20 - helgistund í Munkaþverárkirkju Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Prestur Jóhanna Gísladóttir. Páskadagur 17. apríl kl. 11 - hátíðarmessa í Grundarkirkju Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Prestur Jóhanna Gísladóttir. Meðhjálpari Hjörtur Haraldsson. Páskadagur 17. apríl kl. 13.30 - hátíðarmessa í Kaupangskirkju Söngfélagar við Kaupangskirkju syngja undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. Prestur Jóhanna Gísladóttir. Meðhjálpari Hansína María Haraldsdóttir.
31.03.2022
Fréttir

Sveitarstjórnarkosningar í Eyjafjarðarsveit 2022 - móttaka framboðslista

Kjörstjórn Eyjafjarðarsveitar tekur við framboðslistum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga á skrifstofu sveitarfélagsins að Skólatröð 9 efri hæð föstudaginn 8. apríl 2022 milli kl. 10:00 og 12:00. Um fjölda frambjóðenda, meðmælenda og önnur formsatriði við framlagningu lista vísast til laga um kosningu sveitarstjórna, sjá kosning.is Ef enginn fullgildur framboðslisti berst verður kosning óbundin. Ef aðeins einn fullgildur framboðslisti berst er framboðsfrestur framlengdur um tvo sólarhringa. Komi ekki fram nýr framboðslisti innan þess tíma verður framkominn framboðslisti sjálfkjörinn. Kjörstjórn Eyjafjarðarsveitar, Einar G. Jóhannsson.
31.03.2022
Fréttir

Atvinna - Starf hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar

Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar auglýsir eftir aðila í 50% stöðu starfsmanns á skrifstofu embættisins. Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar er byggðasamlag sem annast skipulags- og byggingarmál í Grýtubakkahreppi, Svalbarðsstrandarhreppi, Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit og mun nýr starfsmaður annast verkefni á skrifstofu byggðasamlagsins.
31.03.2022
Fréttir

BÚIÐ AÐ OPNA - Hólavegur verður lokaður milli Arnarfells og Hóla fram eftir degi í dag 29.03.22

Vegurinn hefur verið opnaður. Vegna viðgerðar á ræsi verður Hólavegur (826) lokaður milli Arnarfells og Hóla fram eftir degi í dag 29. mars 2022.
29.03.2022
Fréttir

Samstarfssamningur Eyjafjarðarsveitar og UMF Samherja undirritaður

Eyjafjarðarsveit og UMF Samherja skrifuðu á föstudag undir nýjan samstarfssamning um samskipti samningsaðila, notkun íþróttamannvirkja, styrkveitingar sveitarfélagsins til íþrótta- og æskulýðsstarfs á vegum UMF Samherja og önnur sameiginleg hagsmunamál.
28.03.2022
Fréttir