Atvinna - tímabundin afleysing - karl

Fréttir

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar óskar eftir að ráða karl til starfa í vaktavinnu.

Auglýst er laust til umsóknar 100% starf í íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar. Um er að ræða tímabundna afleysingu fram í júlí/ágúst með möguleika á framlengingu. Einnig kemur til greina að ráða tvo í hlutastarf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Í starfinu felst m.a. sundlaugargæsla, afgreiðsla, þrif og baðvarsla. Starfsmenn íþróttamiðstöðvar sinna einnig verkefnum á tjaldsvæði á opnunartíma þess.

Viðkomandi verður að vera orðinn 18 ára, hafa hreint sakavottorð og geta staðist hæfnispróf sundstaða. Í starfi sundlaugarvarðar er nauðsynlegt að hafa athyglisgáfu í lagi, eiga auðvelt með að taka ákvarðanir og geta brugðist skjótt við ef slys ber að höndum. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulund, stundvísi og jákvæðni.

Næsti yfirmaður er forstöðumaður íþróttamiðstöðvar.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknum þarf að fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur.
Tekið er á móti umsóknum á netfangið sundlaug@esveit.is.

Nánari upplýsingar um starfið og fyrirkomulag vakta gefur Erna Lind í síma 895-9611.