Fréttayfirlit

Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Eyjafjarðarsveit 2022

Við sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022 voru 821 á kjörskrá. 587 greiddu atkvæði eða 71,5%, af þeim voru 11 auðir og 3 ógildir. Atkvæðin skiptust þannig: F-listi fékk 338 atkvæði og 4 menn kjörna K-listi fékk 235 atkvæði og 3 menn kjörna Í nýrri sveitarstjórn eiga því sæti: Hermann Ingi Gunnarsson F-lista Ásta Arnbjörg Pétursdóttir K-lista Linda Margrét Sigurðardóttir F-lista Sigurður Ingi Friðleifsson K-lista Kjartan Sigurðsson F-lista Sigríður Bjarnadóttir K-lista Berglind Kristinsdóttir F-lista  
14.05.2022
Fréttir

Sveitarstjórnarkosningar í Eyjafjarðarsveit 14. maí 2022

Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla laugardaginn 14. maí. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og honum lýkur kl. 22:00. Þeim sem eiga erfitt með gang er heimilt að aka út að skóla. Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt. Stafræn skilríki í síma þurfa að hafa verið uppfærð eftir 6. apríl 2022. Atkvæði verða talin á kjörstað eftir að kosningu lýkur. Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 894-1372. Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit, Einar Grétar Jóhannsson, Helga Hallgrímsdóttir og Þór Hauksson Reykdal.
11.05.2022
Fréttir

Endurskipulagning Handverkshátíðar

Ákveðið hefur verið að ráðast í endurskipulagningu á Handverkshátíðinni en félögin sem að hátíðinni standa finna fyrir breyttu landslagi eftir heimsfaraldur Covid.
11.05.2022
Fréttir

Brúarland, Eyjafjarðarsveit – kynning skipulagstillögu á vinnslustigi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 4. maí 2022 sl. að vísa deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarsvæði í landi Brúarlands í kynningarferli skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10.05.2022
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Eva Líney Reykdal sellóleikari

Framhaldsprófstónleikar fimmtudaginn 12. maí 2022 kl. 20.00, í Hömrum, Hofi. Eva Líney Reykdal hóf nám í sellóleik hjá Ásdísi Arnardóttur við Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Undanfarin ár hefur hún undirbúið framhaldspróf í sellóleik undir handleiðslu kennara síns Steinunnar Arnbjargar Stefánsdóttur. Framhaldsprófinu lýkur með fyrrnefndum tónleikunum þar sem Eva Líney leikur verk eftir Bach, Haydn, Beethoven og Debussy. Auk Evu Líneyjar koma fram á tónleikunum Strengjasveit Tónlistarskólans á Akureyri, Helga Kvam píanóleikari, Styrmir Þeyr Traustason píanóleikari og Íris Orradóttir sem leikur á klarinett. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir.
09.05.2022
Fréttir

Vortónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar

Miðvikudaginn 11. maí verða vortónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Þeir eru haldnir í Laugarborg og verða kl. 17:00, kl. 18:00 og kl. 20:00. Dagskrá tónleikanna er blönduð og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
09.05.2022
Fréttir

Sameiginlegur framboðsfundur listanna í Eyjafjarðarsveit

Boðað er til sameiginlegs framboðsfundar listanna sem bjóða fram í Eyjafjarðarsveit í sveitarstjórnarkosningum næstkomandi laugardag. Fundurinn verður í matsal Hrafnagilsskóla miðvikudagskvöldið 11. maí og hefst kl. 20:00. Frambjóðendur.
09.05.2022
Fréttir

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsmann í eldhús – framtíðarstaða (móttökueldhús)

Um er að ræða 100% stöðu starfsmanns í eldhúsi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi: • Reynsla af eldhússtörfum • Metnaður og áhugi • Framúrskarandi samskiptahæfileikar við börn, foreldra og samstarfsmenn Sjá nánar á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.esveit.is eða http://krummakot.leikskolinn.is/ . Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2022. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Umsóknir skal senda til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is
09.05.2022
Fréttir

Stafræn sveitarfélög - samstarfsverkefni

Stafræn umbreyting snýst um umbætur á þjónustu og vinnulagi með tækninýjungum. Þetta er mjög stórt breytingaverkefni bæði fyrir hið opinbera sem og einkageirann en ávinningurinn er að einfalda líf íbúa og bæta skilvirkni og rekstur. Umbætur með hagnýtingu tækninnar auðvelda íbúum að sækja þjónustu, fækka handtökum starfsmanna, auka gagnsæi og rekjanleika og gefa færi á betri nýtingu upplýsinga og gagna.
05.05.2022
Fréttir

Safnaverðlaunin 2022 – Tilnefning

Íslandsdeild Alþjóðaráðs safna (ICOM) og Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) standa að Íslensku safnaverðlaununum, sem er viðurkenning veitt annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi. Þetta er í tuttugasta og fyrsta sinn sem verðlaunin verða afhent. Það er mat valnefndar að Minjasafnið á Akureyri haldi vel „lifandi“ tengslum milli svæðisbundins menningararfs og samtímans með vel skipulagðri starfsemi og hafi margsýnt hvers samfélagslega rekin minjasöfn eru megnug og mikilvæg þegar þau eru vel mönnuð og vel er haldið utan um þau. Áhersla á samfélagsleg gildi og samstarf við hina ýmsu ólíku hópa og aðila skipar Minjasafninu á Akureyri í hóp fremstu safna á Íslandi í dag. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Alþjóðlega safnadaginn þann 18. maí, í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Viðburðurinn er opinn öllum og verður auglýstur nánar síðar.
03.05.2022
Fréttir